Fréttabréf

Ingibjörg Gréta Gísladóttir 24. apr. 2024 : Krabbameinsgáttin: lausn sem er notendavæn og styður við þátttöku sjúklinga í meðferð

Niðurstöður rannsóknar um notagildi Krabbameinsgáttarinnar styðja við mikilvægi þess að hún sé notuð í þjónustu við einstaklinga í krabbameinsmeðferð.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir 24. apr. 2024 : Krabbameinsgáttin: stafræn heilbrigðisþjónusta

Með veglegum fjárstuðningi hefur Krabbameinsfélagið gert þróun og innleiðingu á Krabbameinsgáttinni mögulega.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir 24. apr. 2024 : Veganesti frá Krabbameinsfélaginu

Eitt af markmiðum Krabbameinsfélagsins er að lífsgæði fólks með krabbamein séu sem best.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir 14. feb. 2024 : Vísindasjóður Krabba­meinsfélagsins, bylting í krabba­meins­rannsóknum á Íslandi

Vísindafólk hefur lýst því að stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafi verið bylting í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að efla rannsóknir hérlendis á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Ingibjörg Gréta Gísladóttir 14. feb. 2024 : Krabbameinsrannsóknir gagnast okkur öllum

Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina byggjast á vísindastarfi. Þess vegna leggur Krabbameinsfélagið áherslu á að vera leiðandi afl á sviði vísinda og krabba­meins­rannsókna, bæði með eigin rannsóknum og styrkjum til annarra. Nýlegar rannsóknir varpa m.a. ljósi á leiðir til að auka þátttöku í skimunum fyrir krabbameinum og gildi þess að einstaklingssníða meðferð við brjóstakrabbameinum. 

Ingibjörg Gréta Gísladóttir 14. feb. 2024 : Viljum skilja betur ástæður þess að nýgengi brjóstakrabbameins er stöðugt að aukast

Álfheiður Haraldsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins, hlaut nýlega styrk til þriggja ára fyrir rannsókn á mögulegum ástæðum stöðugrar aukningar á nýgengi brjóstakrabbameins á árunum 1980-2020.

Anna Margrét Björnsdóttir 16. jan. 2024 : Á döfinni hjá aðildar­félögunum

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 27 talsins og starfa hringinn í kringum landið. Starfsemin er mismunandi á milli félaga, en öll eiga þau það sameiginlegt að vinna í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Hjá mörgum félaganna er boðið upp á fjölbreytta dagskrá og við hvetjum öll til að setja sig í samband við félagið í sinni heimabyggð og kanna hvað er á döfinni.

Anna Margrét Björnsdóttir 16. jan. 2024 : Starfsfólk Krabbameins­félagsins toppaði Everest­fjall í stiga­áskorun

Forvarnir eru einn meginþátturinn í starfi Krabbameinsfélagsins. Regluleg hreyfing er einn af þeim þáttum sem rannsóknir sýna að dragi úr líkum á krabbameinum. Við sem vinnum hjá félaginu viljum auðvitað fara fram með góðu fordæmi og einn af föstum liðum desembermánaðar í húsakynnum Krabbameinsfélagsins er því jólastigaáskorunin. Í ár kleif starfsfólk Krabbameinsfélagsins 9.225 metra í sameiningu, eða sem jafngildir rúmlega því að ná toppi Everest.

Anna Margrét Björnsdóttir 16. jan. 2024 : „Skiptir máli að huga að grunnstoðunum, efla jákvæða hugsun og horfa inn á við“

Að greinast með krabbamein, eða að eiga náinn ættingja sem greinist með krabbamein, kollvarpar oftast lífi fólks og getur haft miklar breytingar í för með sér. Greiningin er mörgum hvati til endurskoðunar, til að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu. Við slík tímamót getur verið hjálplegt að spyrja sig hvert ferðinni sé heitið og hvernig ætlunin sé að komast þangað. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum, segir hér frá því hvernig markmiðasetning getur gagnast á þeirri vegferð. 

Anna Margrét Björnsdóttir 21. nóv. 2023 : Förum sparlega með orkuna okkar

Þreyta og magnleysi er ein algengasta aukaverkun sem fólk í krabbameinsmeðferð upplifir. Talið er að 9 af hverjum 10 upplifi þreytu á einhverjum tímapunkti í ferlinu, allt frá greiningu og oft í langan tíma eftir að meðferð lýkur. Þreytan getur haft mikil áhrif á getu fólks til þess að taka þátt í almennri virkni og hefur oft mikil áhrif á lífsgæði fólks.

Anna Margrét Björnsdóttir 21. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes Rúnar Hannesson missti eiginkonu sína, Vilborgu Einarsdóttur, úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Anna Margrét Björnsdóttir 31. okt. 2023 : Við viljum að lifendur búi við góð lífsgæði

Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við einhvers konar langvinnar eða síðbúnar aukaverkanir af völdum krabbameina eða krabbameinsmeðferða sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði og líðan fólks. Vigdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu, segir brýnt að auka meðvitund um málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir og mæta betur þeim áskorunum sem þessi hópur glímir við.

Síða 1 af 3