Kastað til bata

Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa fluguköst í fögru umhverfi og njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu.

„Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum „Casting for recovery“  og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. 

Farið verður í Langá á Mýrum 19. - 21. maí og geta 12 - 14 konur tekið þátt.
Þessi ævintýraferð er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

04.04.2024: Lokað hefur verið fyrir umsóknir.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins  radgjof@krabb.is  eða í síma: 800 4040.

„Það er svo dásamlegt að sjá hvað konurnar eru fljótar að tengjast í þessum ferðum og deila sínum persónulegu sögum sem næra þær bæði á líkama og sál. Það gerast einhverjir töfrar í þessum aðstæðum,” segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu; „Og þó umræðurnar snúist stundum um alvarleg málefni er hláturinn aldrei langt undan.“

https://youtu.be/CgCMDg1roXw

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Krabbameinsfélagsins á netfanginu radgjof@krabb.is eða kaon@krabb.is. Einnig er hægt að hringja í síma 800 4040.

Umsagnir frá þátttakendum:


 „Þetta var sannkallað ævintýri frá upphafi til enda.“

 „Frábær ferð í alla staði, gott að hitta konur sem hafa gengið í gegnum sambærilega hluti og fá upplýsingar um þeirra ferli.“

 „Þvílíkt flott hópefli. Bý að þessu um ókomna tíð. Yndislegur hópur.“

 

https://youtu.be/ZYtE4HFBk4c

Stuðningur styrktaraðila skiptir höfuðmáli til að gera þetta skemmtilega endurhæfingarverkefni að veruleika.

Nánari upplýsingar um verkefnið fást hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

Kastað til bata hóparnir 2010-2019