Guðmundur Pálsson 28. jún. 2022

„Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Verkefnið „Kastað til bata” fór fram í þrettánda skiptið í byrjun júní. Fjórtán konur tóku þátt og dvöldu við Langá á Mýrum í blíðskaparveðri og nutu leiðsagnar í stangveiði.

Á meðal þátttakenda var Guðný Hansen sem sendi frá sér þessa fallegu kveðju og gaf okkur um leið góðfúslegt leyfi til að deila upplifun sinni.

Gefum Guðnýju orðið:

Takk, takk fyrir mig frá dýpstu hjartarótum.Takk Brjóstaheill, Krabbameinsfélagið og sjálfboðaliðar þaðan fyrir að veita mér það tækifæri að reyna mig í laxveiði í Langá. Það var alveg ótrúlega gaman að fá að prufa túnfiskveiði og kennslan frá Kvennadeild Stangveiðifélags Reykjavíkur, var alger snilld.

Hvílíkir eðal töffarar sem konurnar þar eru, takk allar fyrir að gefa ykkur tíma til að vera með okkur.Þær tóku okkur ekki aðeins í kennslu á að setja saman stöng og græja sig ásamt kast kennslu, nei þær fóru með okkur út í á að vaða og æfa okkur í því. Ég varð náttúrulega svo uppveðruð að ég þurfti að vaða út á stein í miðri á og príla uppá hann með aðstoð vinkonu minnar.

Vigdis_1656423925722

Meistarakokkurinn Vigdís My Diem Vo frá Kjarr veitingahúsi annaðist matreiðsluna. Með henni er Auður Jóhannsdóttir en hún hefur haft yfirumsjón með verkefninu fyrir Krabbameinsfélagsins frá árinu 2014.

Takk Vigdís frá Kjarr veitingahúsi á Klaustri fyrir 5 stjörnu matinn sem var í boði allan tímann, hvílíkur snillingur. Takk María í Veiðihorninu fyrir að græja okkur í viðeigandi græjun, því ekki dugir að mæta á gúmmítúttum með færi í annarri hendi í fína veiðiferð.

Kærleikurinn, hláturinn og samhugurinn eru mér ógleymanleg og stækkaði hjartað mitt. 

Takk allir styrktaraðilar fyrir ykkar þátt í að gera ferðina ógleymanlega. Takk allar dásamlegu konur sem ég kynntist í þessari ferð og gáfu mér svo mikið. Kærleikurinn, hláturinn og samhugurinn eru mér ógleymanleg og stækkaði hjartað mitt. Takk fyrir hvað við eigum fallega náttúru og fallegt fólk sem er tilbúið að gefa af sér til annarra.

Að gefnu tilefni verð ég að nefna að ég fékk engan lax og ekki einu sinni hornsíli, þannig að ég þurfti ekki að standa frammi fyrir því að VERÐA að sleppa.Ég náði þó að vera sú sem datt í ána, kemur sjálfsagt engum á óvart sem þekkir mig og hvatvísi mína. Auðvitað var bleikt þema eitt kvöldið og ég tók það að sjálfsögðu alla leið, hvað annað.

Enn og aftur takk fyrir þetta fallega verkefni Kastað til bata sem ég hvet alla til að kynna sér.

Ást út í kosmóið, Guðný Hansen


Þess má geta að Sumarlandi RÚV fjallaði um ferð Guðnýjar og félaga í þætti sem sýndur var mánudaginn 20. júní og má nálgast hér að neðan.


„Kastað til bata“ er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar. Verkefnið hófst árið 2010 og er hugmynd frá Bandaríkjunum „Casting for recovery“ og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Þetta er því í þrettánda sinn sem „Kastað til bata“ verkefnið er í boði.

HopurHópurinn á góðum stundum!

 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?