Sóley Jónsdóttir 29. maí 2017

Vel heppnuð ,,Kastað til bata" veiðiferð afstaðin

Veiðiferðinni „Kastað til bata“ lauk í síðustu viku en hún fór fram í blíðskaparveðri í Langá á Mýrum 21.-23. maí síðastliðinn.

Verkefnið er samstarfsverkefni Brjóstaheilla ‒ samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila og er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. 

,,Það eru algjör forréttindi að fá vera með þessum frábæru konum" segir Auður Elísabet hjúkrunarfræðingur og umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd Krabbameinsfélagsins. ,,Þær eru í bata- og endurhæfingarferli og mikilvægur hluti af því ferli er að hitta aðrar konur í sömu sporum og leyfa sér hlæja saman. Það var brosað og hlegið allann tímann, frábærir leiðsögumenn komu og kenndu réttu handtökin og Sindri kokkur kom sá og sigraði með snilldar matseld." 

Fyrir hönd Krabbameinsfélagins viljum við færa öllum stuðningsaðilum þakklæti okkar. Helst ber að þakka SVFR og Veiðihorninu að öðrum ólöstuðum. Án þeirra stuðnings hefði ferðin ekki verið framkvæmanleg í okkar fallega veiðiumhverfi á Íslandi.  


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?