Sóley Jónsdóttir 29. maí 2017

Vel heppnuð ,,Kastað til bata" veiðiferð afstaðin

Veiðiferðinni „Kastað til bata“ lauk í síðustu viku en hún fór fram í blíðskaparveðri í Langá á Mýrum 21.-23. maí síðastliðinn.

Verkefnið er samstarfsverkefni Brjóstaheilla ‒ samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila og er hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. 

,,Það eru algjör forréttindi að fá vera með þessum frábæru konum" segir Auður Elísabet hjúkrunarfræðingur og umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd Krabbameinsfélagsins. ,,Þær eru í bata- og endurhæfingarferli og mikilvægur hluti af því ferli er að hitta aðrar konur í sömu sporum og leyfa sér hlæja saman. Það var brosað og hlegið allann tímann, frábærir leiðsögumenn komu og kenndu réttu handtökin og Sindri kokkur kom sá og sigraði með snilldar matseld." 

Fyrir hönd Krabbameinsfélagins viljum við færa öllum stuðningsaðilum þakklæti okkar. Helst ber að þakka SVFR og Veiðihorninu að öðrum ólöstuðum. Án þeirra stuðnings hefði ferðin ekki verið framkvæmanleg í okkar fallega veiðiumhverfi á Íslandi.  


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?