Býrð utan höfuð­borgar­svæðisins?

Býrð þú utan höfuðborgarsvæðisins eða átt erfitt með að komast að heiman?

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er upplýsinga og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og fyrir aðstandendur. Þjónustan er einnig fyrir þá sem hafa misst nákominn úr krabbameini.

Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu við þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingur og kynfræðingur.

Mikið er lagt upp úr jafningastuðningi í gegnum stuðningsnet félagsins, stuðningshópa og aðildarfélaga þess. Það er vilji félagsins að aðgengi að þessari þjónustu sé sem best um land allt, í samvinnu við aðildarfélög.

Þjónustan er í boði fyrir fólk hvaðan af landinu sem er.

Ráðgjafarþjónustan vill leggja sig fram við að mæta fólki sem býr utan höfuðborgarsvæðisins eða á erfitt með að koma og hitta okkur vegna búsetu eða aðstæðna.

Hér viljum við benda þér á nokkra möguleika sem þú hugsanlega gætir nýtt þér við erum á:

  • Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Skrifstofa er til húsa að Glerárgötu 34 annarri hæð og er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-14, sími 461 1470. Hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér en einnig hægt að panta tíma eða senda fyrirspurn á kaon@krabb.is. Sjá nánar á heimasíðu KAON.

    Ráðgjafi er Jenný Valdimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, jenny@krabb.is .
  • Austurlandi í samstarfi við aðildarfélögin á Austurlandi, Fljótsdalshérað og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) er boðið upp á viðtalsþjónustu á Austurlandi fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins kemur reglulega austur og býður upp á einstaklingsviðtöl hjá Heilbrigðisstofnun Austurland, í Neskaupstað, Reyðarfirði og Egilsstöðum. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.

    Boðið er upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.9:00-16:00 í síma 800 4040, tímapantanir eru á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.
  • Selfossi í samvinnu við aðildarfélag Árnessýslu og HSU. Boðið er upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.9-16 í síma 800 4040, tímapantanir eru á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

    Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

    Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er á Selfossi annan hvern föstudag og býður upp á einstaklingsviðtöl hjá HSU.

  • Suðurnesjum í samvinnu við aðildarfélag Suðurnesja, Reykjanesbæjar og HSS. Boðið er upp á símaráðgjöf alla virka daga milli kl.9:00-16:00 í síma 800 4040, tímapantanir eru á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

    Starfsmaður frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er í Reykjanesbæ annan hvern mánudag og býður upp á einstaklingsviðtöl í húsnæði krabbameinsfélags Suðurnesja að Smiðjuvöllum 8. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.

  • Þjónustuskrifstofur á landsbyggðinni

Krabbameinsfélagið rekur þjónustuskrifstofur víðsvegar um landið. Misjafnt er þó á milli staða hversu mikil þjónusta er í boði. Við hvetjum þig til að kynna þér starfsemi í þinni heimabyggð.

Ertu á ferðinni? Má bjóða þér að kíkja við
Ef þú ert að sinna erindum í Reykjavík bendum við á að þú ert velkomin/n að kíkja við hjá okkur í spjall. Við tökum vel á móti þér. Einnig er hægt að panta viðtalstíma við ráðgjafa fyrirfram í síma 800 4040 eða í gegnum netfangið radgjof@krabb.is.

Síma- og fjarviðtöl
Við bjóðum upp á síma- og fjarviðtal við ráðgjafa hvort sem þú þarft á upplýsingum, ráðgjöf eða stuðningi að halda. Hægt er að fá símaráðgjöf frá kl. 9-16 alla virka daga í síma 800 4040. Ef þér finnst betra að við hringjum í þig, má senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is og óska eftir því. Einnig svörum við fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Fjarviðtöl getur þú pantað með því að hringja eða senda tölvupóst.

Fyrirlestrar, ráðstefnur og viðburðir (rafrænt efni)
Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna fjölbreytt rafrænt efni:

  • Fræðslupistla - um krabbamein, forvarnir, rannsóknir, heilbrigt líf og betri líðan.
  • Hlaðvörp - með fjölbreyttum slökunaræfingum auk ýmiss fróðleiks.
  • Vefvarp - fræðslu- og æfingarmyndbönd.
  • Streymisveita - þar sem hægt er að horfa beint á fyrirlestra og ráðstefnur sem krabbameinsfélagið stendur fyrir eða að horfa á upptökur þegar þér hentar í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.
  • Blað Krabbameinsfélagsins - þar er að finna viðtöl, greinar, upplýsingar og fróðleik um starfsemi félagsins.

Fræðsluefni á heimasíðu
Á heimasíðu krabbameinsfélagsins er hægt að finna ýmislegt fræðsluefni tengt krabbameini. Ef farið er undir flipann „ Ráðgjöf og stuðningur “ er hægt að finna fræðsluefni um ýmislegt tengt því að greinast með krabbamein eða vera aðstandi. Þar er einnig hægt að sjá viðburði og námskeið sem eru á döfinni hjá Ráðgjafarþjónustunni.  


Var efnið hjálplegt?