Björn Teitsson 8. jún. 2021

Veiðifréttir - brjálað stuð í Kastað til bata - MYNDIR

  • Kastad-hopmynd

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hefur verið starfrækt á Íslandi í rúman áratug. Verkefnið er hugsað sem bæði líkamleg og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. Áfangastaðurinn í ár var Langá á Mýrum.

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hófst árið 2010 á Íslandi en hugmyndin er fengin frá Bandaríkjunum. Þar er talað um Casting for recovery og hugsað sem bæði líkamlega og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. 

Juni-2021-Kastad-til-bataÞarna var fjör!

DSC02633

Um mánaðarmótin maí-júní var farið í Kastað til bata-ferðir á vegum Krabbameinsfélagsins og Brjóstaheilla. Áfangastaðurinn var Langá á Mýrum og voru aðstæður afar hagstæðar. Með í för voru 22 konur sem voru fljótar að tengjast nánum böndum. Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, er verkefnisstjóri Kastað til bata. „Það er töfrum líkast hvað þær eru fljótar að tengjast og byrja tala um ferlið, þessi samkennd sem ríkir meðal þeirra og í lok ferðar eru þær orðnar veiðisystur,“ sagði Auður.

Kastad

 Brugðið á leik. 

DSC02629Notaleg stund eftir erfiði dagsins.

Guðrún Kristín Svavarsdóttir, stýrir verkefninu ásamt Auði fyrir hönd Brjóstaheilla og hefur samstarfið gengið vonum framar. „Við höfum gert þetta saman frá árinu 2016 en ég hitti Guðrúnu Kristínu árið 2015 þegar hún kom sjálf í Kastað til bata eftir krabbameinsmeðferð og ég fann strax að ég yrði að fá hana með mér í þetta verkefni. Við gætum ekki haft svona flott verkefni á Íslandi nema með tilkomu SVFR og Veiðihornsins sem útvega Veiðihúsið, leiðsögumenn og lána okkur vöðlurnar. Allir er boðnir og beðnir að styrkja þetta verkefni eins og t.d. Garri, Mata , 66° Norður og fleiri og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna.“

Veidihornid-mynd

DSC02624Glæsilegur hópur ásamt leiðsögumanni.

Heim fóru 22 alsælar veiðisystur eftir gjöfula ferð, mikinn hlátur og sannkallaðar vináttustundir. Myndirnar eru eftir Ragnheiði Jósúadóttur. 

DSC02636Fallegt um að lítast við Laxá á Mýrum. 

DSC02638

Fagmennskan uppmáluð. 

DSC02631

Þægilegt spjall með kaffinu. 

DSC02593Smá upprifjun á kasttækninni. 

DSC02590Allt að koma, engu gleymt. 

DSC02611

10/10 fyrir stíl. 


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?