Björn Teitsson 8. jún. 2021

Veiðifréttir - brjálað stuð í Kastað til bata - MYNDIR

  • Kastad-hopmynd

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hefur verið starfrækt á Íslandi í rúman áratug. Verkefnið er hugsað sem bæði líkamleg og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. Áfangastaðurinn í ár var Langá á Mýrum.

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hófst árið 2010 á Íslandi en hugmyndin er fengin frá Bandaríkjunum. Þar er talað um Casting for recovery og hugsað sem bæði líkamlega og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. 

Juni-2021-Kastad-til-bataÞarna var fjör!

DSC02633

Um mánaðarmótin maí-júní var farið í Kastað til bata-ferðir á vegum Krabbameinsfélagsins og Brjóstaheilla. Áfangastaðurinn var Langá á Mýrum og voru aðstæður afar hagstæðar. Með í för voru 22 konur sem voru fljótar að tengjast nánum böndum. Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, er verkefnisstjóri Kastað til bata. „Það er töfrum líkast hvað þær eru fljótar að tengjast og byrja tala um ferlið, þessi samkennd sem ríkir meðal þeirra og í lok ferðar eru þær orðnar veiðisystur,“ sagði Auður.

Kastad

 Brugðið á leik. 

DSC02629Notaleg stund eftir erfiði dagsins.

Guðrún Kristín Svavarsdóttir, stýrir verkefninu ásamt Auði fyrir hönd Brjóstaheilla og hefur samstarfið gengið vonum framar. „Við höfum gert þetta saman frá árinu 2016 en ég hitti Guðrúnu Kristínu árið 2015 þegar hún kom sjálf í Kastað til bata eftir krabbameinsmeðferð og ég fann strax að ég yrði að fá hana með mér í þetta verkefni. Við gætum ekki haft svona flott verkefni á Íslandi nema með tilkomu SVFR og Veiðihornsins sem útvega Veiðihúsið, leiðsögumenn og lána okkur vöðlurnar. Allir er boðnir og beðnir að styrkja þetta verkefni eins og t.d. Garri, Mata , 66° Norður og fleiri og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna.“

Veidihornid-mynd

DSC02624Glæsilegur hópur ásamt leiðsögumanni.

Heim fóru 22 alsælar veiðisystur eftir gjöfula ferð, mikinn hlátur og sannkallaðar vináttustundir. Myndirnar eru eftir Ragnheiði Jósúadóttur. 

DSC02636Fallegt um að lítast við Laxá á Mýrum. 

DSC02638

Fagmennskan uppmáluð. 

DSC02631

Þægilegt spjall með kaffinu. 

DSC02593Smá upprifjun á kasttækninni. 

DSC02590Allt að koma, engu gleymt. 

DSC02611

10/10 fyrir stíl. 


Fleiri nýjar fréttir

Vigdis

21. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Vigdís Finnbogadóttir

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Krabbameinsfélags Íslands og er að sjálfsögðu eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmælinu. Hér er Vigdís ásamt Þorvaldi bróður sínum á táningsaldri. 

Lesa meira

18. jún. 2021 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 312 talsins að verðmæti um 53,5 milljónir króna.

Lesa meira
Hrafn_tulinius

16. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Hrafn Tulinius

Hrafn Tulinius var yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar frá 1975 til 2001. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í íslenskum krabbameinsrannsóknum og faraldsfræðum. Hrafn kom með alþjóðlega strauma í starfið en hann og fjölskylda hans hafa haldið nánum tengslum við Frakkland. 

Lesa meira

11. jún. 2021 : Athugasemdir og leiðréttingar Krabbameinsfélags Íslands

Við skýrslu heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, samkvæmt beiðni. Í skýrslunni kemur glöggt fram hve ábótavant undirbúningi flutnings leghálsskimana frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands var.

Lesa meira
SIGRIDUR_1623407756714

11. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigríður Thorlacius

Sigríður Thorlacius, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, hefur misst tvær systir sínar vegna krabbameina. Þær fengu báðar heilaæxli. Sem hluta bataferlis, gerðist Sigríður síðan Velunnari Krabbameinsfélagsins, til að styðja við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf vegna krabbameina. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?