Björn Teitsson 8. jún. 2021

Veiðifréttir - brjálað stuð í Kastað til bata - MYNDIR

  • Kastad-hopmynd

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hefur verið starfrækt á Íslandi í rúman áratug. Verkefnið er hugsað sem bæði líkamleg og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. Áfangastaðurinn í ár var Langá á Mýrum.

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hófst árið 2010 á Íslandi en hugmyndin er fengin frá Bandaríkjunum. Þar er talað um Casting for recovery og hugsað sem bæði líkamlega og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. 

Juni-2021-Kastad-til-bataÞarna var fjör!

DSC02633

Um mánaðarmótin maí-júní var farið í Kastað til bata-ferðir á vegum Krabbameinsfélagsins og Brjóstaheilla. Áfangastaðurinn var Langá á Mýrum og voru aðstæður afar hagstæðar. Með í för voru 22 konur sem voru fljótar að tengjast nánum böndum. Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, er verkefnisstjóri Kastað til bata. „Það er töfrum líkast hvað þær eru fljótar að tengjast og byrja tala um ferlið, þessi samkennd sem ríkir meðal þeirra og í lok ferðar eru þær orðnar veiðisystur,“ sagði Auður.

Kastad

 Brugðið á leik. 

DSC02629Notaleg stund eftir erfiði dagsins.

Guðrún Kristín Svavarsdóttir, stýrir verkefninu ásamt Auði fyrir hönd Brjóstaheilla og hefur samstarfið gengið vonum framar. „Við höfum gert þetta saman frá árinu 2016 en ég hitti Guðrúnu Kristínu árið 2015 þegar hún kom sjálf í Kastað til bata eftir krabbameinsmeðferð og ég fann strax að ég yrði að fá hana með mér í þetta verkefni. Við gætum ekki haft svona flott verkefni á Íslandi nema með tilkomu SVFR og Veiðihornsins sem útvega Veiðihúsið, leiðsögumenn og lána okkur vöðlurnar. Allir er boðnir og beðnir að styrkja þetta verkefni eins og t.d. Garri, Mata , 66° Norður og fleiri og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna.“

Veidihornid-mynd

DSC02624Glæsilegur hópur ásamt leiðsögumanni.

Heim fóru 22 alsælar veiðisystur eftir gjöfula ferð, mikinn hlátur og sannkallaðar vináttustundir. Myndirnar eru eftir Ragnheiði Jósúadóttur. 

DSC02636Fallegt um að lítast við Laxá á Mýrum. 

DSC02638

Fagmennskan uppmáluð. 

DSC02631

Þægilegt spjall með kaffinu. 

DSC02593Smá upprifjun á kasttækninni. 

DSC02590Allt að koma, engu gleymt. 

DSC02611

10/10 fyrir stíl. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?