Björn Teitsson 8. jún. 2021

Veiðifréttir - brjálað stuð í Kastað til bata - MYNDIR

  • Kastad-hopmynd

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hefur verið starfrækt á Íslandi í rúman áratug. Verkefnið er hugsað sem bæði líkamleg og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. Áfangastaðurinn í ár var Langá á Mýrum.

Kastað til bata er endurhæfingarverkefni sem hófst árið 2010 á Íslandi en hugmyndin er fengin frá Bandaríkjunum. Þar er talað um Casting for recovery og hugsað sem bæði líkamlega og andleg endurhæfing fyrir konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini. 

Juni-2021-Kastad-til-bataÞarna var fjör!

DSC02633

Um mánaðarmótin maí-júní var farið í Kastað til bata-ferðir á vegum Krabbameinsfélagsins og Brjóstaheilla. Áfangastaðurinn var Langá á Mýrum og voru aðstæður afar hagstæðar. Með í för voru 22 konur sem voru fljótar að tengjast nánum böndum. Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, er verkefnisstjóri Kastað til bata. „Það er töfrum líkast hvað þær eru fljótar að tengjast og byrja tala um ferlið, þessi samkennd sem ríkir meðal þeirra og í lok ferðar eru þær orðnar veiðisystur,“ sagði Auður.

Kastad

 Brugðið á leik. 

DSC02629Notaleg stund eftir erfiði dagsins.

Guðrún Kristín Svavarsdóttir, stýrir verkefninu ásamt Auði fyrir hönd Brjóstaheilla og hefur samstarfið gengið vonum framar. „Við höfum gert þetta saman frá árinu 2016 en ég hitti Guðrúnu Kristínu árið 2015 þegar hún kom sjálf í Kastað til bata eftir krabbameinsmeðferð og ég fann strax að ég yrði að fá hana með mér í þetta verkefni. Við gætum ekki haft svona flott verkefni á Íslandi nema með tilkomu SVFR og Veiðihornsins sem útvega Veiðihúsið, leiðsögumenn og lána okkur vöðlurnar. Allir er boðnir og beðnir að styrkja þetta verkefni eins og t.d. Garri, Mata , 66° Norður og fleiri og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna.“

Veidihornid-mynd

DSC02624Glæsilegur hópur ásamt leiðsögumanni.

Heim fóru 22 alsælar veiðisystur eftir gjöfula ferð, mikinn hlátur og sannkallaðar vináttustundir. Myndirnar eru eftir Ragnheiði Jósúadóttur. 

DSC02636Fallegt um að lítast við Laxá á Mýrum. 

DSC02638

Fagmennskan uppmáluð. 

DSC02631

Þægilegt spjall með kaffinu. 

DSC02593Smá upprifjun á kasttækninni. 

DSC02590Allt að koma, engu gleymt. 

DSC02611

10/10 fyrir stíl. 


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?