Björn Teitsson 29. maí 2021 : Skilvirkt kerfi legháls-og brjóstaskimana og upptaka ristilskimana strax

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins 2021 samþykkti einróma ályktun um að bæta verði skilvirkni legháls- og brjóstaskimana undir eins. Sömuleiðis verður að taka upp lýðgrundaða skimun fyrir endaþarms- og ristilkrabbameinum eins og til hefur staðið síðan 2016.

Björn Teitsson 29. maí 2021 : Krabbameinsfélagið veiti allt að 450 milljónum til nýrrar dagdeildar

Krabbameinsfélagið samþykkti í dag að veita allt að 450 milljónum króna til uppbyggingar nýrrar dagdeildar fyrir krabbameinssjúklinga við Landspítala. Aðstæður sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks er óásættanleg í dag. Úr því vill félagið bæta.

Björn Teitsson 29. maí 2021 : Ánægjulegur aðal­fundur á 70 ára afmælis­ári Krabba­meins­félags Íslands

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins fór fram á Selfossi laugardaginn 29. maí. Fundurinn var vel sóttur og þar voru samþykktar afar áhugarðar ályktanir, ein þeirra kveður á um 450 milljóna framlag til uppbyggingu nýrrar dagdeildar krabbameinssjúklinga við Landspítala. 

Björn Teitsson 28. maí 2021 : Vísindasjóður úthlutar 89 milljónum til 11 rannsókna

Í dag var mikil gleði í lofti í Skógarhlíð þegar Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins úthlutaði 89 milljónum króna til 11 rannsókna. Var þetta stærsta úthlutun sjóðsins til þessa. 

Björn Teitsson 28. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Halldóra Thoroddsen

Halldóra Thoroddsen varði rúmlega 40 árum ævi sinnar í þjónustu við Krabbameinsfélag Íslands, lengst af sem framkvæmdastjóri. Hún er eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess 2021. 

Björn Teitsson 27. maí 2021 : Mataræði skiptir máli - Afrískur tagine-réttur frá bæjarstjóranum

Lambatagine er í miklu uppáhaldi hjá Ásthildi Sturludóttur og fjölskyldu hennar. Hún hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá frænku sinni sem býr í Frakklandi, en þangað kom rétturinn upphaflega frá Norður-Afríku.

Björn Teitsson 19. maí 2021 : Fjölsmiðjan fær tölvur frá Krabbameinsfélaginu

Krabbameinsfélagið gat losað sig við nokkuð magn af borðtölvum og vaknaði sú hugmynd að þær gætu komið að gagni annars staðar. Fjölsmiðjan, framleiðslu-og fræðslusetur fyrir ungt fólk, ætlar að sjá til þess að svo verði.

Björn Teitsson 18. maí 2021 : Evrópudagur krabbameinshjúkrunarfræðinga 18. maí

Krabbameinshjúkrunarfræðingar halda upp á Evrópudag þann 18. maí og er tilgangur dagsins að vekja athygli á störfum krabbameinshjúkrunarfræðinga og mikilvægi sérhæfðrar þekkingar. 

Björn Teitsson 11. maí 2021 : „Útsýnið úr íbúðinni hans pabba í Nuuk. Þarna vildi hann vera.“

Pétur Haukur Guðmundsson lést í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þann 8. september 2020. Hann ákvað að ánafna Krabbameinsfélaginu veglegan styrk. Það er stuðningur sem skiptir miklu máli. 

Björn Teitsson 10. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Þorvarður Örnólfsson

Þorvarður Örnólfsson var brautryðjandi í tóbaksvarnarstarfi á Íslandi. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og gegndi því starfi í rúma tvo áratugi. Þorvarður er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins.

Björn Teitsson 5. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigurður Yngvi Kristinsson

Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Háskóla Íslands. Hann hefur leitt rannsóknarverkefnið Blóðskimun til bjargar - sem hefur átt samastað í húsakynnum Krabbameinsfélagsins og fengið dyggilegan stuðning úr Vísindasjóði félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?