Björn Teitsson 10. maí 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Þorvarður Örnólfsson

  • Thorvardur-Ornolfsson

Þorvarður Örnólfsson var brautryðjandi í tóbaksvarnarstarfi á Íslandi. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur og gegndi því starfi í rúma tvo áratugi. Þorvarður er eitt 70 andlita Krabbameinsfélagsins.

Í allmörg ár þrammaði Þorvarður Örnólfsson lögfræðingur og kennari einn síns liðs um landið dragandi á eftir sér níðþunga kvikmyndavél og hafði með í farteskinu eftirminnilegar myndir um lungnauppskurði sem fljótlega urðu landsfrægar. Þorvarður átti sjálfur frumkvæði að því að Krabbameinsfélag Reykjavíkur réði hann í vinnu til að sinna þessu mikilvæga verkefni.


Þegar Þorvarður hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu reykti ríflega helmingur unglinga sem brautskráðust úr grunnskóla og fjórir af tíu reyktu daglega. Ekki var óalgengt að tólf ára börn væru byrjuð að reykja. Með tímanum byggði Þorvarður upp tóbaksvarnadeild Krabbameinsfélagsins, fulltrúar þeirrar deildar heimsóttu flesta nemendur í efstu bekkjum grunnskóla árlega með tveggja tíma fræðsludagskrá auk þess að halda námskeið fyrir follorðna sem vildu hætta að reykja.


Starfið skilaði árangri. Reykingar unglinga minnkuðu jafnt og þétt og margir áfangasigrar náðust. Í dag mælast vart reykingar meðal grunnskólanema, þetta tókst okkur!
Þetta frumkvöðlastarf Krabbameinsfélags Reykjavíkur undir stjórn Þorvarðar er meðal mestu afreka fyrirbyggjandi heilsuverndar á Íslandi. Hlaut hann viðurkenningu heilbrigðisþings 2003 og viðurkenningu Lýðheilsustöðvar 2008 fyrir framlag sitt til tóbaksvarna.


Þorvarður Örnólfsson (1927-2013) er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Thorvardur-Ornolfsson


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?