Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. ágú. 2019 : Sterk tengsl milli notkunar tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins

Í dag birtust í vísindaritinu Lancet niðurstöður stórrar fjölþjóðlegar rannsóknar um tengsl milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og í henni er meðal annars stuðst við gögn frá Krabbameinsfélaginu.

Guðmundur Pálsson 26. ágú. 2019 : Snorri Ingimarsson fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins er látinn

Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gengdi því starfi frá árinu 1984 til 1988. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn, 71 árs að aldri. 

Guðmundur Pálsson 25. ágú. 2019 : Takk þið sem hlupuð til góðs í Reykja­víkur­mara­þoni Íslands­banka 2019

Áheitasöfnun hlaupsins á hlaupastyrkur.is er enn í fullum gangi og verður opin til miðnættis á mánudaginn 26.ágúst. Þegar er búið að slá áheitametið sem sett var í fyrra og eru áheitin komin yfir 160 milljónir.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. ágú. 2019 : Hvatningarbönd fyrir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni

Krabbameinsfélagið býður öllum hlaupurum sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ennisband eða fyrirliðaband með slagorðunum „Ég hleyp af því ég get það.“

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. ágú. 2019 : Opnunartími Krabbameinsfélagsins í vetur

Starfsfólk Krabbameinsfélags Íslands er að mestu komið til starfa eftir sumarleyfi og hefðbundin starfsemi er hafin. 

Guðmundur Pálsson 12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?