Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 22. ágú. 2019

Hvatningarbönd fyrir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni

  • Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir
    Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir með böndin góðu. Arnar stefnir á þátttöku í Ólympíuleikum og Berglind hefur nú safnað 142 þúsund krónum í áheit fyrir Krabbameinsfélagið.

Krabbameinsfélagið býður öllum hlaupurum sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ennisband eða fyrirliðaband með slagorðunum „Ég hleyp af því ég get það.“

Böndin verða afhent á sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll í dag frá klukkan 15-20 og á morgun, föstudag, klukkan 14-19. Einnig verða gefnir sokkar úr Mottumarsátakinu sem gengu af í átakinu í vor.

„Okkur finnst þetta frábæra slagorð sem við fengum að láni frá Gunnari Ármannssyni, hlaupara, ramma vel inn áherslu okkar á hreyfingu sem forvörn gegn krabbameinum.  Um leið og við þökkum þeim fjölmörgu hlaupurum sem hlaupa fyrir félagið viljum við hvetja alla hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu með því að gefa bönd með þessum einkunnarorðum „Ég hleyp af því ég get það,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Flestir vita að hreyfing af öllu tagi er góð fyrir heilsuna. Líklega eru færri sem vita að regluleg hreyfing í 30 mínútur á dag getur minnkað líkur á ýmsum tegundum krabbameina svo sem í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem hreyfa sig reglulega greinast sjaldnar með krabbamein en þeir sem hreyfa sig lítið sem ekkert.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?