Guðmundur Pálsson 26. ágú. 2019

Snorri Ingimarsson fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins er látinn

Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gengdi því starfi frá árinu 1984 til 1988. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn, 71 árs að aldri. 

Snorri var mjög áhugasamur um krabbamein og krabbameinsfræði og lét sig mjög varða málefni þeirra sem greinast með krabbamein, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Lífsgæði fólks sem greinist með krabbamein voru honum hugleikin og í þeirri umfjöllun var hann einn af frumkvöðlunum hér á landi. Heimahlynning, sem nú þykir sjálfsögð þjónusta, var stofnuð að hans tilstuðlan.

Snorri flutti fjölda erinda um krabbamein og málefni þeim tengd, þýddi rit og skrifaði og miðlaði til lærðra og leikra, bæði sem fagmaður og af eigin reynslu.

Snorri var afar öflugur liðsmaður Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga þess og starfaði með þeim í áratugi, meðal annars í stjórn félagsins á árunum 1999 til 2001. Hann var ávallt skammt undan, til hans var alltaf gott að leita.

Snorri var kjörinn í heiðursráð Krabbameinsfélags Íslands árið 2012.

Snorri var alltaf kærkominn gestur hjá félaginu í Skógarhlíðinni. Innan Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga þess er Snorra minnst með mikilli hlýju, virðingu og þökk. Aðstandendum Snorra færir félagið innilegar samúðarkveðjur. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?