Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. ágú. 2019

Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Svo virðist sem herferðir félagsins og aukin vitund kvenna um mikilvægi skimana spili þar inní að sögn Halldóru Hálfdánardóttur, deildarstjóra stjórnsviðs Leitarstöðvarinnar.

„Vanalega hafa 2-300 tölvupóstar beðið starfsfólks eftir sumarfrí en nú voru þeir 800 og það er enn að bætast í. Það er mun betri þátttaka í skimun almennt síðustu mánuði. Ég hugsa að það sé samstilltu átaki að þakka, betri kynningu félagsins á starfseminni, áhrifum auglýsinga, sérstaklega á samfélagsmiðlum og fólk er almennt meðvitaðra um mikilvægi skimana,“ segir Halldóra.

Nú er verið að skrá brjóstamyndatökur í september og unnið er að því að fjölga tímum til að stytta biðtíma, en búið er að bæta við tímum í leghálsskoðanir.

Tilraunaverkefni skilar miklum árangri

Í ársbyrjun hófst tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem miðar að því að hvetja konur til þátttöku sem boðaðar eru í fyrsta sinn í skimun með því að bjóða þeim skimunina ókeypis. Rannsóknir sýna að ef konur mæta þegar þær eru boðaðar í fyrsta sinn eru meiri líkur á því að þær taki þátt í reglulegri skimun síðar á ævinni. 

Árangur tilraunaverkefnisins er strax kominn í ljós því í þegar verkefnið var hálfnað sýndu tölur að rúmlega tvöfalt fleiri 23ja ára konur höfðu þegið boð um leghálsskimun á þessu ári miðað við 277 í fyrra. Í brjóstaskoðunum fjölgaði komum milli ára úr 254 í 572.

„Við merkjum sérstaklega mikla aukningu hjá þessum hópi og það verður áhugavert að sjá tölfræði í lok ársins þegar verkefninu lýkur,“ segir Halldóra að lokum.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?