Björn Teitsson 11. maí 2021

„Útsýnið úr íbúðinni hans pabba í Nuuk. Þarna vildi hann vera.“

  • Nuuk_petur

Pétur Haukur Guðmundsson lést í Nuuk, höfuðborg Grænlands, þann 8. september 2020. Hann ákvað að ánafna Krabbameinsfélaginu veglegan styrk. Það er stuðningur sem skiptir miklu máli. 

Þessi skilaboð og ljósmynd fengum við frá Ásdísi Elvu Pétursdóttur, sem minnist föðurs síns, Péturs Hauks Guðmundssonar, ásamt systur sinni Árdísi Ösp.


Pétur lést 8. september síðastliðinn í Grænlandi þar sem hann hafði búið um árabil. Hann starfaði ötullega að uppbyggingu bæjarfélaganna Tassilak, Assiat og Nanortalik og varði síðustu árum sínum í höfuðborginni Nuuk. Pétur ákvað að styðja við Krabbameinsfélag Íslands með erfðagjöf sem kemur að góðum notum.


Með þessum styrk barst Krabbameinsfélaginu kveðja frá þeim Ásdísi og Árdísi:
„Takk fyrir að vera til staðar þegar okkur vantaði upplýsingar. Það var mikill stuðningur. Það er í raun ekki hægt að útskýra hvers virði það er að upplifa að fólk sé boðið og búið að hjálpa á svona erfiðum tímamótum.“


Minning Péturs Hauks Guðmundssonar mun lifa áfram um ókomna tíð. Starfsemi félagsins, ráðgjöf, fræðsla, forvarnir, rannsóknir og skráning krabbameina er aðeins möguleg með stuðningi almennings og fyrirtækja.


Kærar þakkir, Pétur.

May be an image of sky, coast, nature and twilight

Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?