Björn Teitsson 28. maí 2021

70 andlit fyrir 70 ár - Halldóra Thoroddsen

  • Halldora

Halldóra Thoroddsen varði rúmlega 40 árum ævi sinnar í þjónustu við Krabbameinsfélag Íslands, lengst af sem framkvæmdastjóri. Hún er eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmæli þess 2021. 

Þau eru fá andlitin sem eru jafn samofin sögu Krabbameinsfélags Íslands og andlit Halldóru Thoroddsen (1927-2014). Halldóra, eða Haddý eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum, varð fyrsti starfsmaður félagsins árið 1954 og átti hún eftir að starfa fyrir félagið í meira en 40 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri en einnig yfirgjaldkeri, sem ritari og sem helsta driffjöður Krabbameinsskráarinnar sem var og er ein fremsta sinnar tegundar í heiminum.

Halldora

Halldóra var alin upp í sveit eins og svo margir Íslendingar sem byggðu upp það farsæla velferðarsamfélag sem við búum við í dag. Hún fluttist á mölina 16 ára að aldri rétt fyrir stríðslok en hún þangað flutti hún af miklu menningarheimili í Vatnsdal við Patreksfjörð. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík og nam tungumál í Noregi og Bandaríkjunum áður en hún gerðist starfsmaður Krabbameinsfélagsins, hvar hún varð ómissandi hornsteinn uppbyggingar félagsins.

Halldóra var mikil félagsmanneskja, hrein og bein í samskiptum, brosmild og hjartahlý. Söngelsk var hún með eindæmum, lífsglöð og mikill vinur vina sinna. Hún stundaði badminton á yngri árum og varð Íslandsmeistari í greininni, síðar tóku skíðin við og ávallt var hún mikil hestamanneskja. Útivistin var henni ástríða en ekki síður menningarlífið á Íslandi sem hún sá vaxa og dafna og komast í fremstu röð. Leikhúsin, myndlistarsýningar og tónleikar voru henni afar kær alla tíð.

Halldóra Thoroddsen er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins á afmælisárinu 2021. Við ætlum að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Við hvetjum fólk til að fylgjast með á instagram og facebook, myllumerkið er #70andlit


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?