Björn Teitsson 19. maí 2021

Fjölsmiðjan fær tölvur frá Krabbameinsfélaginu

  • Fjolsmidjan

Krabbameinsfélagið gat losað sig við nokkuð magn af borðtölvum og vaknaði sú hugmynd að þær gætu komið að gagni annars staðar. Fjölsmiðjan, framleiðslu-og fræðslusetur fyrir ungt fólk, ætlar að sjá til þess að svo verði.

Þeir Ásbjörn Torfason og Helgi Snær Ólason frá Fjölsmiðjunni voru hæstánægðir með tölvugjöfina. Um er að ræða 15 borðtölvur frá Dell sem eru vel til þess fallnar að vera notaðar við nám og störf. Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að félagslegum úrræðum fyrir unglinga og ungt fólk. Þar hefur farið fram magnað frumkvöðlastarf við menntun og starfsþjálfun yngra fólks, þar eru búin til verðmæt tengsl við atvinnulífið, framhaldsskóla og aðrar menntastofnanir sem reynast skjólstæðingum og starfsfólki vel út lífið. Krabbameinsfélagið vonar innilega að tölvugjöfin komi að góðum notum. 




Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?