Björn Teitsson 28. apr. 2021

Rúmlega 500 sokkar til verkefna Rauða krossins

  • Redcross_halla

Skjólstæðingar mannúðarverkefna Rauða krossins á Íslandi fá nýja sokka í sumargjöf frá Krabbameinsfélaginu. Um er að ræða litríka Mottumarssokka sem vekja vonandi lukku enda fátt þægilegra en að smeygja sér í nýja sokka. 

Lóan er löngu komin, hefur kveðið burt snjóinn og það er komið sumar og um leið tilefni til að gefa sumargjafir. Krabbameinsfélagið ákvað að nýta tækifærið og safnaði saman um 520 sokkapörum sem hafa verið til sölu í Mottumars, árveknisátaki um krabbamein í körlum, til að gefa skjólstæðingum nokkurra verkefna Rauða krossins á Íslandi Á hverju ári seljast allt frá 15 til 25 þúsund sokkapara í átakinu, sem gerir það að verkum að ómögulegt reynist að spá fyrir um nákvæma tölu seldra sokka.


Það var Krabbameinsfélaginu hjartans mál að þessir glæsilegu sokkar kæmust í notkun og kom upp sú hugmynd að Rauði krossinn á Íslandi væri best til þess fallinn að koma þeim í góðar hendur – eða á góða fætur réttara sagt. Þau sem nýta sér þjónustu og úrræði Rauða krossins geta því átt von á litríkum sokkum sem eru einstaklega heppilegir til að klæðast nú þegar hitastigið verður æ skaplegra og hillir undir rýmkun á samkomutakmörkunum sem hafa haft áhrif mörg af verkefnum félagsins.


„Þegar þessi hugmynd kom upp þá var aldrei spurning að af henni yrði,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Sokkarnir eru einstaklega þægilegir og flottir að okkar mati og vonandi eru viðtakendur þeirra sama sinnis. Við vonum innilega að þeir komi að góðum notum. Það er nú svo afskaplega þægilegt að smeygja sér í nýja sokka, um það erum við öll sammála.“

 
Það var Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, sem tók við sumarsokkagjöfinni frá Höllu við höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti:
„Við kunnum Krabbameinsfélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu og litríku sumargjöf. Ég er sannfærður um að sokkunum verði tekið fagnandi og muni koma að góðum notum hjá umsækjendum um alþjóðlega vernd, notendum skaðaminnkunar Frú Ragnheiðar og gestum Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.“


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?