Björn Teitsson 7. apr. 2021

„Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

  • Silla

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Jens Pétur Jensen greindist með blöðruhálskrabbamein í fyrra. Hann hefur lokið mjög strangri meðferð og er nú í góðri endurhæfingu með það að markmiði að ná aftur fyrri kröftum. Jens er farsæll í atvinnulífinu, stofnandi ISNIC, sem selur og sér um netlénin sem enda á .is. Hann fór óhefðbundnar leiðir í sinni meðferð og endurhæfingu, vann mikið í andlegu hliðinni og sótti tíma hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins en setti sér einnig mjög áhugavert markmið.

 Þannig er að Jens ákvað að læra á píanó, á meðan hann stæði í veikindum sínum. Hann setti sér það markmið að geta spilað Prelódíu númer 1 eftir Bach, á flygilinn sem situr í K-byggingu Landspítalans, ári eftir að hafa greinst með krabbamein. Og það gerði hann! Hvorki meira né minna.

Jens kíkti í heimsókn til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í einn vinsælasta útvarpsþátt landsins, Segðu mér, þar sem hann rakti ótrúlega sögu sína. Hægt er að hlusta hér , við mælum með þessu. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?