Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. sep. 2019

Karlarnir og kúlurnar í Mosfellsbæ

Tólf menn tóku þátt í golfmótinu Karlarnir og kúlurnar sem haldið var 12. september á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.

Mennirnir fengu fyrst kennslu frá Jóni Karlssyni, PGA kennara, áður en þeir héldu út á völlinn og spiluðu þriggja manna Texas Scramble, alls níu holur. Guðmundur Kristinsson úr Stuðningsnetinu hélt stuttan fyrirlestur og sagði frá því hvernig það kom til að hann varð stuðningsfulltrúi og um hvað starfsemin snýst. Í lok dags fengu svo allir verðlaun.

Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Kraftur bjóða árlega upp á endurhæfingarverkefnið Karlarnir og kúlurnar en það miðar að því að veita körlum sem hafa verið greindir með krabbamein tækifæri til að efla sig og spila golf við félaga sem hafa svipaða reynslu. Á hverju ári er 12 mönnum boðið á mótið þeim að kostnaðarlausu. 

„Þarna mátti sjá mikil tilþrif og þvílíka spilamennsku og þrátt fyrir rigningaspá rættist ótrúlega úr veðrinu, einungis einn stuttur regnskúr sem var þó nokkuð hressandi,“ segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, en hún stýrir verkefninu. „Það var virkileg ánægja með daginn og mikil gleði í hópnum.“

Krabbameinsfélagið þakkar Termu, aðalstyrktarfélaga verkefnisins, fyrir stuðninginn.

Hér að neðan má sjá úrslit mótsins. 

 

1.sæti: Daði, Svavar og Theodór.

2.sæti: Óskar, Gunnar og Kjartan.

3.sæti: Heiðar, Bjartur og Áki.

4.sæti: Guðmundur, Hlöðver og Helgi, afmælisbarn dagsins.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?