Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. sep. 2019

Karlarnir og kúlurnar í Mosfellsbæ

Tólf menn tóku þátt í golfmótinu Karlarnir og kúlurnar sem haldið var 12. september á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.

Mennirnir fengu fyrst kennslu frá Jóni Karlssyni, PGA kennara, áður en þeir héldu út á völlinn og spiluðu þriggja manna Texas Scramble, alls níu holur. Guðmundur Kristinsson úr Stuðningsnetinu hélt stuttan fyrirlestur og sagði frá því hvernig það kom til að hann varð stuðningsfulltrúi og um hvað starfsemin snýst. Í lok dags fengu svo allir verðlaun.

Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Kraftur bjóða árlega upp á endurhæfingarverkefnið Karlarnir og kúlurnar en það miðar að því að veita körlum sem hafa verið greindir með krabbamein tækifæri til að efla sig og spila golf við félaga sem hafa svipaða reynslu. Á hverju ári er 12 mönnum boðið á mótið þeim að kostnaðarlausu. 

„Þarna mátti sjá mikil tilþrif og þvílíka spilamennsku og þrátt fyrir rigningaspá rættist ótrúlega úr veðrinu, einungis einn stuttur regnskúr sem var þó nokkuð hressandi,“ segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, en hún stýrir verkefninu. „Það var virkileg ánægja með daginn og mikil gleði í hópnum.“

Krabbameinsfélagið þakkar Termu, aðalstyrktarfélaga verkefnisins, fyrir stuðninginn.

Hér að neðan má sjá úrslit mótsins. 

 

1.sæti: Daði, Svavar og Theodór.

2.sæti: Óskar, Gunnar og Kjartan.

3.sæti: Heiðar, Bjartur og Áki.

4.sæti: Guðmundur, Hlöðver og Helgi, afmælisbarn dagsins.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?