Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. sep. 2019

Karlarnir og kúlurnar í Mosfellsbæ

Tólf menn tóku þátt í golfmótinu Karlarnir og kúlurnar sem haldið var 12. september á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.

Mennirnir fengu fyrst kennslu frá Jóni Karlssyni, PGA kennara, áður en þeir héldu út á völlinn og spiluðu þriggja manna Texas Scramble, alls níu holur. Guðmundur Kristinsson úr Stuðningsnetinu hélt stuttan fyrirlestur og sagði frá því hvernig það kom til að hann varð stuðningsfulltrúi og um hvað starfsemin snýst. Í lok dags fengu svo allir verðlaun.

Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Kraftur bjóða árlega upp á endurhæfingarverkefnið Karlarnir og kúlurnar en það miðar að því að veita körlum sem hafa verið greindir með krabbamein tækifæri til að efla sig og spila golf við félaga sem hafa svipaða reynslu. Á hverju ári er 12 mönnum boðið á mótið þeim að kostnaðarlausu. 

„Þarna mátti sjá mikil tilþrif og þvílíka spilamennsku og þrátt fyrir rigningaspá rættist ótrúlega úr veðrinu, einungis einn stuttur regnskúr sem var þó nokkuð hressandi,“ segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, en hún stýrir verkefninu. „Það var virkileg ánægja með daginn og mikil gleði í hópnum.“

Krabbameinsfélagið þakkar Termu, aðalstyrktarfélaga verkefnisins, fyrir stuðninginn.

Hér að neðan má sjá úrslit mótsins. 

 

1.sæti: Daði, Svavar og Theodór.

2.sæti: Óskar, Gunnar og Kjartan.

3.sæti: Heiðar, Bjartur og Áki.

4.sæti: Guðmundur, Hlöðver og Helgi, afmælisbarn dagsins.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?