Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. jan. 2020

Nýr rafrænn samskiptamiðill fyrir sjúklinga

„Við vitum að sjúklingar eiga stundum erfitt með að meðtaka og muna allt sem kemur fram í samtölum við heilbrigðisstarfsfólk og þá er gott að geta sent inn fyrirspurn rafrænt og fá skriflegt svar. 

„Við vitum að sjúklingar eiga stundum erfitt með að meðtaka og muna allt sem kemur fram í samtölum við heilbrigðisstarfsfólk og þá er gott að geta sent inn fyrirspurn rafrænt og fá skriflegt svar. Þessi nýji rafræni samskiptamiðill mun þess vegna skipta miklu máli, auka öryggi, gefa sjúklingum og aðstandendum þeirra betri upplýsingar og yfirsýn yfir meðferð auk þess sem samskipti við heilbrigðisstarfsfólk verða auðveldari,“ segir Kristín Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri samskiptagáttarinnar. 

Um er að ræða örugga samskiptagátt sem tengd er Sögu, sjúkraskrárkerfi Landspítalans, og Heilsuveru, þar sem sjúklingar geta nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Samskiptalausnin gefur einnig meðferðarteymi sjúklingsins yfirlit yfir líðan hans og þarfir. 

„Í dag er fræðsluefni í pappírsformi afhent þegar sjúklingar fá fílófax í upphafi meðferðar, en nú erum við að uppfæra allt þetta fræðsluefni sem verður aðgengilegt og sent í gegnum vefgáttina,“ segir Kristín og bætir við að einnig verði hægt að prenta út fyrir þá sjúklinga sem hafa ekki aðgang að tölvu. 

Fyrirspurnagátt og einkennaskráning 

Stefnt er að því að sjúklingar geti sent heilbrigðisstarfsmönnum fyrirspurnir og að gáttin verði vöktuð. Þegar við á vísar starfsmaður fyrirspurninni áfram til viðeigandi aðila. Sjúklingar svara spurningalistum og fylla út einnkennamat rafrænt þaðan sem þeim hentar og upplýsingarnar varpast beint yfir í sjúkraskrá. Þetta gefur heilbrigðisstarfsfólki einnig tækifæri til að grípa fyrr inn í ef sjúklingur skráir breytingu á einkennum eða líðan. 

„Í náinni framtíð vonumst við svo til að koma tímalínu í gagnið, svo sjúklingurinn hafi ákveðna yfirsýn yfir hvar hann er staddur í meðferð, hvenær hann þurfi til dæmis að mæta í blóðprufu eða fylla út matskvarða,“ segir Kristín. 

Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðan árangur sambærilegra verkefna erlendis, bæði fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Verkefnið hér er frábrugðið að því leyti að unnið er í takt við kerfi sem þegar eru í notkun á Íslandi. 

„Þróunin er í raun komin mjög langt og við stefnum á að hefja tilraunanotkun með nokkrum sjúklingahópum á meðan við erum að ljúka þróun ákveðinna ferla, en markmiðið er að rafræna samskiptagáttin verði tilbúin og í boði fyrir alla sjúklinga á dag- og göngudeild um mitt ár 2021,“ segir Kristín.

Viðtal og ljósmynd: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?