Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. jan. 2020

Nýr rafrænn samskiptamiðill fyrir sjúklinga

„Við vitum að sjúklingar eiga stundum erfitt með að meðtaka og muna allt sem kemur fram í samtölum við heilbrigðisstarfsfólk og þá er gott að geta sent inn fyrirspurn rafrænt og fá skriflegt svar. 

„Við vitum að sjúklingar eiga stundum erfitt með að meðtaka og muna allt sem kemur fram í samtölum við heilbrigðisstarfsfólk og þá er gott að geta sent inn fyrirspurn rafrænt og fá skriflegt svar. Þessi nýji rafræni samskiptamiðill mun þess vegna skipta miklu máli, auka öryggi, gefa sjúklingum og aðstandendum þeirra betri upplýsingar og yfirsýn yfir meðferð auk þess sem samskipti við heilbrigðisstarfsfólk verða auðveldari,“ segir Kristín Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri samskiptagáttarinnar. 

Um er að ræða örugga samskiptagátt sem tengd er Sögu, sjúkraskrárkerfi Landspítalans, og Heilsuveru, þar sem sjúklingar geta nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Samskiptalausnin gefur einnig meðferðarteymi sjúklingsins yfirlit yfir líðan hans og þarfir. 

„Í dag er fræðsluefni í pappírsformi afhent þegar sjúklingar fá fílófax í upphafi meðferðar, en nú erum við að uppfæra allt þetta fræðsluefni sem verður aðgengilegt og sent í gegnum vefgáttina,“ segir Kristín og bætir við að einnig verði hægt að prenta út fyrir þá sjúklinga sem hafa ekki aðgang að tölvu. 

Fyrirspurnagátt og einkennaskráning 

Stefnt er að því að sjúklingar geti sent heilbrigðisstarfsmönnum fyrirspurnir og að gáttin verði vöktuð. Þegar við á vísar starfsmaður fyrirspurninni áfram til viðeigandi aðila. Sjúklingar svara spurningalistum og fylla út einnkennamat rafrænt þaðan sem þeim hentar og upplýsingarnar varpast beint yfir í sjúkraskrá. Þetta gefur heilbrigðisstarfsfólki einnig tækifæri til að grípa fyrr inn í ef sjúklingur skráir breytingu á einkennum eða líðan. 

„Í náinni framtíð vonumst við svo til að koma tímalínu í gagnið, svo sjúklingurinn hafi ákveðna yfirsýn yfir hvar hann er staddur í meðferð, hvenær hann þurfi til dæmis að mæta í blóðprufu eða fylla út matskvarða,“ segir Kristín. 

Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðan árangur sambærilegra verkefna erlendis, bæði fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Verkefnið hér er frábrugðið að því leyti að unnið er í takt við kerfi sem þegar eru í notkun á Íslandi. 

„Þróunin er í raun komin mjög langt og við stefnum á að hefja tilraunanotkun með nokkrum sjúklingahópum á meðan við erum að ljúka þróun ákveðinna ferla, en markmiðið er að rafræna samskiptagáttin verði tilbúin og í boði fyrir alla sjúklinga á dag- og göngudeild um mitt ár 2021,“ segir Kristín.

Viðtal og ljósmynd: Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?