Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. sep. 2019

Velferðarnefnd í heimsókn

Sjö nefndarmenn velferðarnefndar Alþingis komu í heimsókn til Krabbameinsfélagsins í gær og var þeim kynnt starfsemi félagsins. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, kynnti helstu þætti starfseminnar fyrir þeim Ólafi Þór Gunnarssyni, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Guðmundi Inga Kristinssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Hönnu Katrínu Friðriksson og Vilhjálmi Árnasyni og sérfræðingar félagsins svöruðu fyrirspurnum. 

„Það var afar ánægjulegt að velferðarnefndin skyldi þiggja boð um heimsókn til félagsins. Okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem erum málsvarar þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra, skiptir auðvitað miklu máli að geta átt regluleg og milliliðalaus samtöl við stjórnvöld. Krabbameinstilvikum fjölgar mikið, jafnt og þétt, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast, og til að halda þeim góða árangri sem náðst hefur hér á landi í greiningu og meðferð krabbameina er mikilvægt að sofna hvergi á verðinum, hvorki í forvörnum né þeim þáttum sem lúta að meðferð og endurhæfingu,“ segir Halla.

Félagið telur íslenska krabbameinsáætlun gríðarlega mikilvægt leiðarljós í öllu sem viðkemur krabbameinum og fagnar því stóra skrefi sem heilbrigðisráðherra tók í byrjun árs þegar hann samþykkti áætlunina.

„En áætlunin ein og sér er ekki nóg, það verður að láta verkin tala. Á fundinum gátum við rætt mikilvægi gæðaskráningar, gæðavísa og samfelldrar þjónustu, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, sem starfsmenn og fulltrúar aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins telja forgangsmál í markmiðum Krabbameinsáætlunarinnar. Nefndarmenn voru áhugasamir um fjölbreytta starfsemi félagsins og það var gaman að geta lýst fyrir þeim í stuttu máli Ráðgjafarþjónustu félagsins, Vísindasjóði og fleiru auk þess sem tækifæri gafst til að fara vel yfir þann góða árangur sem náðst hefur í að auka þátttöku kvenna í skimunum og forsendur hans. Vonandi verður hægt að endurtaka þennan fund að ári.”

Nefndarmenn hlýddu af áhuga á kynningu framkvæmdastjóra af starfi félagsins.  


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?