Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 24. sep. 2019

Velferðarnefnd í heimsókn

Sjö nefndarmenn velferðarnefndar Alþingis komu í heimsókn til Krabbameinsfélagsins í gær og var þeim kynnt starfsemi félagsins. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, kynnti helstu þætti starfseminnar fyrir þeim Ólafi Þór Gunnarssyni, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, Guðmundi Inga Kristinssyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, Hönnu Katrínu Friðriksson og Vilhjálmi Árnasyni og sérfræðingar félagsins svöruðu fyrirspurnum. 

„Það var afar ánægjulegt að velferðarnefndin skyldi þiggja boð um heimsókn til félagsins. Okkur hjá Krabbameinsfélaginu sem erum málsvarar þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra, skiptir auðvitað miklu máli að geta átt regluleg og milliliðalaus samtöl við stjórnvöld. Krabbameinstilvikum fjölgar mikið, jafnt og þétt, fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast, og til að halda þeim góða árangri sem náðst hefur hér á landi í greiningu og meðferð krabbameina er mikilvægt að sofna hvergi á verðinum, hvorki í forvörnum né þeim þáttum sem lúta að meðferð og endurhæfingu,“ segir Halla.

Félagið telur íslenska krabbameinsáætlun gríðarlega mikilvægt leiðarljós í öllu sem viðkemur krabbameinum og fagnar því stóra skrefi sem heilbrigðisráðherra tók í byrjun árs þegar hann samþykkti áætlunina.

„En áætlunin ein og sér er ekki nóg, það verður að láta verkin tala. Á fundinum gátum við rætt mikilvægi gæðaskráningar, gæðavísa og samfelldrar þjónustu, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, sem starfsmenn og fulltrúar aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins telja forgangsmál í markmiðum Krabbameinsáætlunarinnar. Nefndarmenn voru áhugasamir um fjölbreytta starfsemi félagsins og það var gaman að geta lýst fyrir þeim í stuttu máli Ráðgjafarþjónustu félagsins, Vísindasjóði og fleiru auk þess sem tækifæri gafst til að fara vel yfir þann góða árangur sem náðst hefur í að auka þátttöku kvenna í skimunum og forsendur hans. Vonandi verður hægt að endurtaka þennan fund að ári.”

Nefndarmenn hlýddu af áhuga á kynningu framkvæmdastjóra af starfi félagsins.  


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?