Guðmundur Pálsson 25. mar. 2021

Karlaklefinn tilnefndur til verðlauna á ný

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) þann 26. mars. Karlaklefinn er tilnefndur til verðlauna á ný en hann var valinn samfélagsvefur ársins fyrir ári síðan.

Vefsvæðið Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem fjallað er um karla og krabbamein á karllægan hátt. Þar er að finna fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karlmönnum.

Karlaklefinn er í stöðugri þróun en nýjasta afurðin sem finna má í klefanum er gagnvirkt fræðsluefni sem aðstoðar karla við að ákveða hvort rétt sé að fara í rannsókn til að leita að vísbendingum um blöðruhálskirtilskrabbamein.

Þessi viðbót við Karlaklefann er tilefni þess að vefsvæðið er nú tilnefnt til verðlauna á ný. Hugsmiðjan er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins í þessu verkefni og annast starfsfólk hennar tæknilega útfærslu vefsvæðisins.

Vefsvæði Krabbameinsfélagsins hafa átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri og má sem dæmi nefna að vefur Bleiku slaufunnar var valinn samfélagsvefur ársins árið 2018.

Það vísindafólk sem leggur Karlaklefanum lið er m.a. stutt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins Verkefnið nýtur líka dyggilegs stuðnings Velunnara félagsins sem styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðing til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Ítarefni:


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?