Guðmundur Pálsson 30. jún. 2022

Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Aðild að Krabbameinsfélagi Íslands eiga 26 félög. Flest þeirra eru svæðafélög sem starfa á ákveðnum svæðum á landsbyggðinni og styðja við einstaklinga sem þar eru búsettir eða félög sem tengjast ákveðnum sjúkdómum eða aldurshópum og styðja við fólk með þá sjúkdóma og aðstandendur. Aðildarfélögin geta á hverju ári sent inn óskir um hlutdeild í framlögum Velunnara, mánaðarlegra styrktaraðila Krabbameinsfélagsins fyrir verkefnum sem þau vilja vinna að til þess að styðja við sitt fólk. Hingað til í ár nemur hlutdeild aðildarfélaganna 26,5 milljónum og þeim peningum verður varið til að efla starf félaganna fyrir sína skjólstæðinga.

Verkefni félaganna eru fjölbreytt en öll snúast þau um að styðja við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra með einhverjum hætti. Efling starfs stuðningshópa, námskeiðahald, endurhæfing eftir meðferð, ýmis konar fræðsla og fyrirlestrar eru dæmi verkefni sem notið hafa styrks Velunnarasjóðs.

Fimm aðildarfélaganna reka þjónustuskrifstofur með fastan opnunartíma. Þangað getur fólk leitað eftir ráðgjöf og stuðningi. Framlög Velunnara Krabbameinsfélagsins standa undir helmingi rekstrarkostnaðar skrifstofanna.

Mánaðarlegur stuðningur þeirra rúmlega 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins, aðildarfélaga þess og stuðningshópa. Með ykkur getum við gert svo mikið meir.

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?