Guðmundur Pálsson 31. maí 2019

Tóbakslausi dagurinn er í dag

Í dag er tóbakslausi dagurinn þar sem áhersla er lögð á tengsl tóbaks og lungnasjúkdóma.

 Við minnum á myndina okkar „Manni sjálfum að kenna” – um reykingar og lungnasjúkdóma og hvetjum alla, sérstaklega þá sem nota tóbak, til að horfa. 

Gleðilegan tóbakslausan dag!

Lungnakrabbamein og langvinn lungnateppa eru alvarlegir sjúkdómar þar sem reykingar eru helsta orsök, eða í níu af hverjum tíu tilfellum. Þessir reykingatengdu sjúkdómar skerða lífsgæði og munu hjá flestum leiða til dauða. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á hverju ári látast að meðaltali 130 einstaklingar af völdum sjúkdómsins og 175 nýir sjúklingar greinast.

Langvinn lungnateppa er alvarlegur ólæknandi sjúkdómur. Talið er að um 15.000 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm og flestir án þess að vita það. Þeir sem greinast með sjúkdóminn þurfa að lifa með hann það sem eftir er ævinnar. Byrði hans er mikil en þeir sem reykja geta hægt verulega á þróun hans með því að hætta að reykja. Fólki með langvinna lungnateppu fer fjölgandi og má búast við auknu álagi á heilbrigðiskerfið þegar stórir árgangar fólks sem reykt komast á þann aldur að sjúkdómurinn leiði til sjúkrahúsinnlagna. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?