Bara ég hefði aldrei byrjað - fjórar reynslusögur um skaðsemi reykinga

Reykingar

Bara ég hefði aldrei byrjað - fræðslumyndband sem fjallar um fjögur tilfelli um skaðsemi reykinga

Bara að ég hefði aldrei byrjað

"Bara ég hefði bara aldrei byrjað"

Í heimildarmyndinni „Bara ég hefði aldrei byrjað“ segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Tóbaksreykingar eru enn meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Milli tvö og þrjú hundruð einstaklingar deyja ár hvert hér á landi af völdum reykinga og ennþá fleiri búa við skert lífsgæði vegna afleiðinga tóbaksreykinga.


Meira en hálf öld er síðan vísindamenn staðfestu að tóbaksreykingar væru hættulegar heilsunni. Sífellt bætast við sjúkdómar sem hægt er að tengja við reykingar. Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Myndin er tileinkuð minningu Birgis Rögnvaldssonar, fyrrverandi formanns Samtaka lungnasjúklinga sem lést árið 2015.Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Það allra besta er auðvitað að byrja aldrei að reykja. Styrktaraðilar myndarinnar eru ÁTVR, Embætti landlæknis, Nicorette og Pfizer


Var efnið hjálplegt?