Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2021

Ómetanleg aðstoð sjálfboðaliða Stuðningsnetsins

Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, sem er í dag 5. desember, er um allan heim vakin athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjálfboðaliðar sinna í samfélaginu. Pétur Helgason hefur nýtt sér stuðning frá sjálfboðaliða Stuðningsnetsins eftir að konan hans greindist með krabbamein hér segir hann frá því þýðingarmikla hlutverki sem jafningjastuðningurinn hefur haft fyrir hann.

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

  • Hér fyrir neðan má nálgast viðtalið við Pétur þar sem hann þakkar sjálfboðaliðum Stuðningsnetsins ómetanlega aðstoð.

https://www.youtube.com/watch?v=d0CWrgZPRxw
Krabbameinsfélagið og Kraftur bjóða upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein eða eru aðstandendur. Þeir hafa allir lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá sálfræðingi Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar.

Krabbameinsfélagið þakkar sjálfboðaliðum félagsins af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag! Sjálfboðaliðar Krabbameinsfélaganna eru fjölmargir, alls staðar á landinu og eru meðal þeirra sem gera félaginu kleift að standa við bakið á fjölmörgum fjölskyldum sem þurfa að takast á við krabbamein í sínu daglega lífi segir Halla Þorvaldsdóttir

 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?