Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2021

Takk sjálfboðaliðar!

Krabbameinsfélagið þakkar ykkur af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag! Sjálfboðaliðar Krabbameinsfélaganna eru fjölmargir, alls staðar á landinu og eru meðal þeirra sem gera félaginu kleift að standa við bakið á fjölmörgum fjölskyldum sem þurfa að takast á við krabbamein í sínu daglega lífi.

Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, sem er í dag 5. desember, er um allan heim vakin athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjálfboðaliðar sinna í samfélaginu. Dagurinn á rætur sínar að rekja til átaks Sameinuðu þjóðanna sem vilja minna á fjölbreyttu starfi sjálfboðaliða sem oft skiptir algerlega sköpum í samfélaginu. Krabbameinsfélag Íslands tekur undir það og vill nýta þennan dag til þess að þakka sjálfboðaliðum sem leggja málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og krafta til málstaðarins.

Markmið Krabbameinsfélags Íslands eru m.a. að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra. Aðildarfélög Krabbameinsfélags Íslands eru 25 talsins. Félögin eru ýmist svæðafélög, sem starfa á tilteknum svæðum á landinu eða félög sem eru eyrnamerkt ákveðnum krabbameinum eða aldurshópi. Félögin eru fjölbreytt, misstór og starfsemin auðvitað mismikil. Þau eiga sameiginlegt að þeim er öllum stjórnað af sjálfboðaliðum sem einnig sinna flest öllu starfi félaganna hvort sem það er jafningjastuðningur, fræðsla eða skipulagning viðburða og námskeiða fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Í Reykjavík er starfandi akstursþjónusta þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem eiga erfitt með að komast í og úr meðferð, til dæmis vegna framkvæmda og skorts á bílastæðum. Í gegnum Stuðningsnetið getur fólk sótt stuðning frá fólki sem hefur reynslu af krabbameinum, og hefur setið námskeið til þess að geta lagt lið fólki sem stendur í sömu sporum.

Þá eru ónefndir allir þeir sem skipa stjórn Krabbameinsfélagsins, stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og Vísindaráð félagsins.

Sjálfboðaliðarnir eru oft á tíðum fólkið bakvið tjöldin en á sama tíma fólkið sem oftar en ekki knýr hlutina áfram. Það má segja að sjálfboðaliðastörf séu eins og gjöf sem heldur áfram að gefa, því þau gagnast líka þeim sem sinna þeim. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðaliðastarfi eykur vellíðan, það er gott að gera gagn.

Kæru sjálfboðaliðar – Krabbameinsfélagið þakkar ykkur af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag!

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins

Ómetanleg aðstoð sjálfboðaliða Stuðningsnetsins


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?