Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2021

Takk sjálfboðaliðar!

Krabbameinsfélagið þakkar ykkur af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag! Sjálfboðaliðar Krabbameinsfélaganna eru fjölmargir, alls staðar á landinu og eru meðal þeirra sem gera félaginu kleift að standa við bakið á fjölmörgum fjölskyldum sem þurfa að takast á við krabbamein í sínu daglega lífi.

Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, sem er í dag 5. desember, er um allan heim vakin athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjálfboðaliðar sinna í samfélaginu. Dagurinn á rætur sínar að rekja til átaks Sameinuðu þjóðanna sem vilja minna á fjölbreyttu starfi sjálfboðaliða sem oft skiptir algerlega sköpum í samfélaginu. Krabbameinsfélag Íslands tekur undir það og vill nýta þennan dag til þess að þakka sjálfboðaliðum sem leggja málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og krafta til málstaðarins.

Markmið Krabbameinsfélags Íslands eru m.a. að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra. Aðildarfélög Krabbameinsfélags Íslands eru 25 talsins. Félögin eru ýmist svæðafélög, sem starfa á tilteknum svæðum á landinu eða félög sem eru eyrnamerkt ákveðnum krabbameinum eða aldurshópi. Félögin eru fjölbreytt, misstór og starfsemin auðvitað mismikil. Þau eiga sameiginlegt að þeim er öllum stjórnað af sjálfboðaliðum sem einnig sinna flest öllu starfi félaganna hvort sem það er jafningjastuðningur, fræðsla eða skipulagning viðburða og námskeiða fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Í Reykjavík er starfandi akstursþjónusta þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem eiga erfitt með að komast í og úr meðferð, til dæmis vegna framkvæmda og skorts á bílastæðum. Í gegnum Stuðningsnetið getur fólk sótt stuðning frá fólki sem hefur reynslu af krabbameinum, og hefur setið námskeið til þess að geta lagt lið fólki sem stendur í sömu sporum.

Þá eru ónefndir allir þeir sem skipa stjórn Krabbameinsfélagsins, stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og Vísindaráð félagsins.

Sjálfboðaliðarnir eru oft á tíðum fólkið bakvið tjöldin en á sama tíma fólkið sem oftar en ekki knýr hlutina áfram. Það má segja að sjálfboðaliðastörf séu eins og gjöf sem heldur áfram að gefa, því þau gagnast líka þeim sem sinna þeim. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðaliðastarfi eykur vellíðan, það er gott að gera gagn.

Kæru sjálfboðaliðar – Krabbameinsfélagið þakkar ykkur af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag!

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins

Ómetanleg aðstoð sjálfboðaliða Stuðningsnetsins


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?