Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2021

Takk sjálfboðaliðar!

Krabbameinsfélagið þakkar ykkur af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag! Sjálfboðaliðar Krabbameinsfélaganna eru fjölmargir, alls staðar á landinu og eru meðal þeirra sem gera félaginu kleift að standa við bakið á fjölmörgum fjölskyldum sem þurfa að takast á við krabbamein í sínu daglega lífi.

Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, sem er í dag 5. desember, er um allan heim vakin athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjálfboðaliðar sinna í samfélaginu. Dagurinn á rætur sínar að rekja til átaks Sameinuðu þjóðanna sem vilja minna á fjölbreyttu starfi sjálfboðaliða sem oft skiptir algerlega sköpum í samfélaginu. Krabbameinsfélag Íslands tekur undir það og vill nýta þennan dag til þess að þakka sjálfboðaliðum sem leggja málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og krafta til málstaðarins.

Markmið Krabbameinsfélags Íslands eru m.a. að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra. Aðildarfélög Krabbameinsfélags Íslands eru 25 talsins. Félögin eru ýmist svæðafélög, sem starfa á tilteknum svæðum á landinu eða félög sem eru eyrnamerkt ákveðnum krabbameinum eða aldurshópi. Félögin eru fjölbreytt, misstór og starfsemin auðvitað mismikil. Þau eiga sameiginlegt að þeim er öllum stjórnað af sjálfboðaliðum sem einnig sinna flest öllu starfi félaganna hvort sem það er jafningjastuðningur, fræðsla eða skipulagning viðburða og námskeiða fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Í Reykjavík er starfandi akstursþjónusta þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem eiga erfitt með að komast í og úr meðferð, til dæmis vegna framkvæmda og skorts á bílastæðum. Í gegnum Stuðningsnetið getur fólk sótt stuðning frá fólki sem hefur reynslu af krabbameinum, og hefur setið námskeið til þess að geta lagt lið fólki sem stendur í sömu sporum.

Þá eru ónefndir allir þeir sem skipa stjórn Krabbameinsfélagsins, stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og Vísindaráð félagsins.

Sjálfboðaliðarnir eru oft á tíðum fólkið bakvið tjöldin en á sama tíma fólkið sem oftar en ekki knýr hlutina áfram. Það má segja að sjálfboðaliðastörf séu eins og gjöf sem heldur áfram að gefa, því þau gagnast líka þeim sem sinna þeim. Rannsóknir sýna að það að sinna sjálfboðaliðastarfi eykur vellíðan, það er gott að gera gagn.

Kæru sjálfboðaliðar – Krabbameinsfélagið þakkar ykkur af heilum hug, ykkar er dagurinn í dag!

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins

Ómetanleg aðstoð sjálfboðaliða Stuðningsnetsins






Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?