Birna Þórisdóttir 7. apr. 2020

Takk hjúkrunarfræðingar og ljósmæður

Á alþjóðaheilbrigðisdaginn þakkar Krabbameinsfélagið hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum fyrir þeirra mikilvæga framlag í baráttunni gegn krabbameinum. 

Í dag 7. apríl er alþjóðaheilbrigðisdagurinn (World Health Day) og í ár er hann tileinkaður hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Þessar stéttir eiga stóran þátt í því að fækka krabbameinum, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og ekki síst bæta lífsgæði fólks með krabbamein.

Hjá Krabbameinsfélaginu starfar nokkur fjöldi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Hjúkrunarfræðingar Ráðgjafarþjónustunnar veita margvíslega ráðgjöf og stuðning með það að markmiði að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur. Á Leitarstöðinni eru bæði hjúkrunarfræðingar og ljósmæður lykilstarfsmenn, meðal annars má nefna að konur sem eru með einkenni frá brjóstum geta fengið ráðleggingar hjá hjúkrunarfræðingi á Leitarstöðinni og ljósmæður framkvæma leghálsskimun.

Þjónusta við krabbameinssjúklinga byggir á aðkomu og samvinnu margra fagstétta, en á heimsvísu eru hjúkrunarfræðingar stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna. Krabbameinshjúkrunarfræði hefur alþjóðlega viðurkenningu sem sérgrein innan hjúkrunar. Hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga er að veita árangursríka og örugga hjúkrun sem er byggð á heildrænni sýn og faglegum vinnubrögðum. Krabbameinshjúkrun miðar að því að mæta þörfum og væntingum sjúklings og aðstandenda á öllum þjónustustigum, sinna kennslu, þjálfun og ráðgjöf, og vinna að rannsóknum og notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi.

Krabbameinsfélagið óskar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum félagsins sem og landsins alls til hamingju með daginn og þakkar þeim fyrir þeirra mikilvægu störf.

Textinn um krabbameinshjúkrunarfræði er fenginn úr fréttasafni Krabbameinsfélagsins: Sigríður Zoëga og Nanna Friðriksdóttir. Rannsóknir í krabbameinshjúkrun. Við getum-ég get. 14. nóvember 2016. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?