Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 19. mar. 2018

Stefnumótun, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu

Krabbameinsfélag Íslands fagnar umræðu um hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu út frá skýrri stefnumótun, í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar; Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu, sem rædd var í fjölmiðlum nýverið.

Krabbameinsfélagið lítur svo á að krabbameinsáætlun sé hluti af slíkri stefnumótun. Félagið ítrekar áskorun til stjórnvalda um halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta.

Krabbameinsfélag Íslands (KÍ) er eitt þeirra félaga sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert samning við en SÍ hefur í mörg ár samið við KÍ um skipulagða hópskimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Í desember síðastliðnum var félagið gagnrýnt fyrir meðhöndlun opinbers fjár og birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem ásökuninni var vísað á bug. Þar var vísað í nýlega úttekt Ríkisendurskoðunar sem ekki skilaði athugasemdum. 

Tekið skal fram að ríkisendurskoðandi vakti athygli félagsins á að orðalag yfirlýsingarinnar hefði mátt misskilja á þann hátt að Ríkisendurskoðun hafi gert úttekt á fjármálum og rekstri félagsins í heild. Rétt er að í úttekt Ríkisendurskoðunar var farið yfir framlög ríkisins til Krabbameinsfélags Íslands vegna skimunar fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi og rekstrar Krabbameinsskrár, skil á starfsemisskýrslum og ársreikningum. Ríkisendurskoðandi veitti félaginu munnlegar upplýsingar um niðurstöðurnar og sendi félagið allar umbeðnar upplýsingar, þar á meðal bókhaldshreyfingar fyrir þær deildir sem ríkisframlagið varðaði árin 2015 og 2016. 

„Krabbameinsáætlun með skilgreindum markmiðum er afar mikilvægur liður í því að ná árangri í baráttunni gegn krabbameinum,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands; „Félagið hefur kallað eftir því að stjórnvöld fari í þá vinnu til að tryggja sem bestan árangur í þeirri baráttu.“

Í fyrirliggjandi tillögum að Krabbameinsáætlun er meðal annars fjallað um mikilvægi skimunar fyrir krabbameinum til að minnka sjúkdómsbyrði og dánartíðni af völdum þeirra. Skipulagðri skimun er fyrst og fremst ætlað að finna forstig krabbameina eða krabbamein á byrjunarstigi.  

Hægt er að skrifa undir áskorun Krabbameinsfélags Íslands til stjórnvalda hér.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?