Guðmundur Pálsson 15. jún. 2022

Rannsóknir: Saman­burður aðgerða með brjóst­hols­skurði og brjóst­holssjá

Tómas Guðbjartsson rannsakar hvort árangur hafi batnað, ekki síst hvað alvarlega fylgikvilla varðar og lifun.

Lungnakrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á undanförnum árum hafa orðið mjög miklar framfarir í greiningu og meðferð þessa mikilvæga krabbameins. Þar má nefna bætta myndgreiningu sem gera kleift að greina meinin fyrr og minna útbreidd. 

Einnig hafa orðið miklar framfarir í meðferð, ekki síst í lyfjameðferð en einnig geislameðferð sjúklinga með útbreitt mein þar sem skurðaðgerð kemur ekki til greina. Skurðaðgerð er enn helsta læknandi meðferðin við lungnakrabbameini og sú sem er best rannsökuð. Á síðastliðnum áratug er komin fram tækni þar sem hægt er að gera 85% aðgerðanna með aðstoð brjóstholssjár (VATS) og í gegnum 3 litla skurði, aðferð sem leysir sársaukafyllri brjóstholsskurð af hólmi. Verkir eru minni, sjúklingar fljótari að jafna sig og legutími styttur.

„Helst markmið þessarar rannsóknar er að bera árangur þessara brjóstholsaðgerða saman við þær sem gerðar voru með brjóstholsskurði, og meta hvort árangur hafi batnað, ekki síst hvað alvarlega fylgikvilla varðar og lifun.“ segir Tómas.

Verkefnið Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi hlaut 1.920.000 kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?