Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. apr. 2019

Ný smásjá ígildi eins starfsmanns

Frumurannsóknastofa Krabbameinsfélagsins hefur tekið til notkunar tölvustýrða smásjá sem býður upp á nýja tækni í skoðun á leghálssýnum. Rannsóknarstofan skoðar öll slík sýni sem tekin eru á landinu í þeim tilgangi að skima fyrir leghálskrabbameini.

Nýja tæknin er felst í því að smásjáin skannar hvert sýni og velur 22 hnit, eða GPS punkta út frá ákveðnum algoritma sem búið er að þróa. Starfsmaður rannsóknarstofunnar skoðar svo punktana og ákveður hvort sýnið sé neikvætt eða þurfi frekari skoðun lífeindafræðings eða meinafræðings.

Tækið kom til landsins í byrjun árs og með þessari tækni er skoðunarferli hraðað til muna. Í gegnum nýju vélina fara nú allt að 100 sýni á dag og hún er ígildi starfsmanns í fullu starfi að sögn Þorbjargar Jónsdóttur, deildarstjóra frumurannsóknastofunnar.

Bætt þjónusta felst í auknum hraða

„Þetta er mikill munur fyrir okkur og tækið hjálpar óneitanlega upp á afgreiðslu sýnanna, sérstaklega þegar koma kúfar eins og þegar við fáum sýni send úr hópskoðunum úti á landi. Og með þessu fyrirkomulagi vonumst við til að svartími eftir sýnatöku styttist. Þannig bætum við þjónustuna á sama tíma og skilvirkni eykst,“ segir Þorbjörg.

https://youtu.be/2-ftSESdsds


Öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Velunnarar félagsins, viðskiptavinir netverslunar og aðrir stuðningsaðilar sem leggja baráttunni gegn krabbameini lið, gera Krabbameinsfélaginu mögulegt að búa starfseminni besta mögulega tækjakost til að stuðla að fyrsta flokks þjónustu.​


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?