Sigrún Elva Einarsdóttir 4. feb. 2019

#2 - Þekkjum einkennin: Óvenjuleg blæðing, viðvarandi verkir

Vissir þú að þessi einkenni geta verið til marks um krabbamein?

Óvenjuleg blæðing eða viðvarandi verkir

  • Óvenjuleg blæðing, til dæmis frá endaþarmi, kynfærum, geirvörtu, í hráka eða þvagi
  • Viðvarandi verkir án þess að orsök sé ljós

Þó að einkennin geti vakið grun um krabbamein geta þau einnig verið til marks um aðra sjúkdóma. Alltaf ætti að bregðast við einkennum og panta tíma há lækni. 

Eger-banner-blar

Johanna-250pxMikilvægi trefja gegn ristilkrabbameini

Hvert og eitt okkar getur minnkað líkur á krabbameinum og dauðsföllum af völdum krabbameina um allt að 40% með lífsstíl, þekkingu á einkennum krabbameina, snemmgreiningu og með krabbameinsmeðferðum. Mataræði er hluti af þeim þáttum sem skipta máli til að draga úr líkum á krabbameinum og öðrum sjúkdómum. Hér skiptir til að mynda máli fyrir heilsuna að borða vel af trefjum.

Trefjar eru í heilkornavörum eins og heilkornabrauði, rúgbrauði (helst ósætt), haframjöli, byggi, heilhveitipasta og hýðishrísgrjónum. Trefjar eru einnig að finna í ávöxtum, grænmeti, baunum, hnetum og fræjum.

Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, leggur Krabbameinsfélagið áherslu á að miðla fræðslu um forvarnir og einkenni krabbameina. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum.

Af hverju skipta trefjar máli?

Trefjar eru vatnsleysanlegar eða óvatnsleysanlegar og gegna mismunandi hlutverki í líkamanum. Því er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu til þess að fá nóg af öllum gerðum trefja. Neysla þeirra stuðlar að betri þarmaflóru í ristlinum. Sjálf getum við ekki brotið niður trefjar en bakteríur í ristilinum geta nýtt trefjarnar til að mynda stuttar fitusýrur sem nýtast líkamanum vel. Helstu kostir þess að innbyrða trefjar daglega er að hægðir verða reglulegri og líkur á ristilkrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum minnka. Trefjar binda hluta af kólesterólinu í meltingarveginum og skila því út með hægðunum. Þegar við borðum trefjaríkt fæði erum við einnig lengur að melta fæðuna. Því lengur sem við erum södd, því minni líkur eru á að við borðum meira en við þurfum og  þyngjumst einnig síður. Auk þess fara næringarefni eins og glúkósi hægar útí blóðrásina eftir máltíð sem er rík af trefjum. Það er jákvætt af því að þá þurfum við minna insúlín til að koma sykrinum í frumur líkamans.

Embætti landlæknis mælir með því að borða heilkornavörur að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag. Fyrir eldri en tveggja ára er einnig mælt með 500 grömmum af ávöxtum og grænmeti. Með þessu tryggjum við nægt magn af trefjum og öðrum nauðsynlegum vatnsleysanlegum vítamínum og steinefnum. Ef kornvörur eru merktar með græna skráargatinu innihalda þær ríflega af trefjum.

Krabbamein í ristli og endaþarmi

Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið í heiminum. Að meðaltali greinast 165 manns á ári á Íslandi með þennan sjúkdóm og 67 látast af völdum hans.

Samkvæmt fjölda rannsókna er hægt að minnka líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi með því að hreyfa sig reglulega, borða trefjaríkt fæði, kalkríkar vörur, lítið af rauðu kjöti og unnum kjötvörum og drekka hóflega af áfengi eða sleppa því. Einnig eru vísbendingar um að góður D-vítamínbúskapur geti minnkað líkur á krabbameininu.

Helstu einkenni ristilkrabbameins geta verið breytingar á hægðum eins og niðurgangur og hægðartregða sem varir yfir nokkrar vikur, blóð í hægðum, stöðugur kviðverkur og óútskýrt þyngdartap. Í tilvikum sem þessum er ráðlagt að panta tíma hjá lækni.

Með góðu aðgengi að hollum fæðutegundum, til dæmis með því að niðurgreiða hollari valkosti, getum við fækkað krabbameinstilfellum.

Jóhanna E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í forvörnum hjá Krabbameinsfélagi Íslands

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?