Ása Sigríður Þórisdóttir 14. des. 2021

Njótum jólakræsinga

Jólunum fylgja allskyns ljúffengar kræsingar sem okkur þykja oft algerlega ómissandi og eiga stóran hlut í jólastemningunni. Þetta á til dæmis við um ýmis sætindi, reyktan mat og ýmislegt fleira sem flestir eru þó meðvitaðir um að borða ætti í hófi.

Í aðdraganda jóla getur því verið gott að skipuleggja fram í tímann hvað og hvernig við ætlum að borða þannig að við njótum matarins en á skynsamlegan hátt.

Njóttu matarins hægt og með skilningarvitin opin

Hugum að magninu sem fer á diskinn og gefum meðlætinu (s.s. grænmeti og jafnvel ávöxtum) meira pláss. Við getum til dæmis fengið okkur litla sneið af hangikjötinu og skorið það í smáa bita en fengið okkur meira af grænu baununum og kartöflunum á móti. Við fáum góða bragðið, bara í aðeins öðrum hlutföllum. Einnig njótum við þess kannski jafn vel að leyfa einum konfektmola að bráðna hægt í munninum eins og að borða 4 mola hratt á sama tíma ef við bara veitum bragðinu meiri athygli. Við hvetjum þig til að prófa. Verum með skilningarvitin vakandi þegar við njótum matarins. Horfum, lyktum, finnum bragð, áferð og látum hugann reika - fáum þannig meira út úr minna magni af mat.

Prófaðu að breyta til – þú getur komið þér upp nýjum hefðum

Oft er hægt að breyta gömlum fjölskylduuppskriftum eða gera eitthvað allt annað og koma sér upp nýjum hefðum í jólamatnum. Það er okkur í hag að auka hlut grænmetis, ávaxta og heilkornavara, velja oftar fisk og sjávarfang, baunir og fuglakjöt en halda reyktum og söltuðum kjöt- og fiskvörum í lágmarki. Víða má finna uppskriftir af kökum og sætindum þar sem miðað er að því að draga úr sykri og einnig er jákvætt að nota heilhveiti til helminga á móti venjulegu hveiti í bakstrinum. Matreiðslurjómi inniheldur minna af mettaðri fitu en venjulegur rjómi og jurtaolíur henta líka vel í bakstur og eldamennsku og er gott að nota þær til móts við harðari fitu sem finna má í smjöri.

Heilsusamlegt mataræði dregur úr líkum á krabbameinum

Heilsusamlegt mataræði og mátulegar skammtastærðir stuðla að vellíðan og betri heilsu og draga meðal annars úr líkum á ákveðnum krabbameinum . Áhrif mataræðis á heilsuna byggja á því sem við gerum að jafnaði árið um kring. Ef við fylgjum ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði að mestu leyti og tökum alla jafna góðar ákvarðanir í þessum málum nýtur heilsa okkar góðs af, jafnvel þótt við leyfum okkur að bregða út af venjunni við sérstök tækifæri eins og jólahátíðin vissulega er. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?