Guðmundur Pálsson 28. jan. 2022

Laust starf: Sérfræðingur - fjár­öflunar- og markaðs­mál

Ertu lipur í samskiptum, ritfær, sniðug/ur og markaðslega þenkjandi? Við hjá Krabbameinsfélaginu erum að leita að liðsfélaga til að vinna með samstarfs- og styrktaraðilum okkar.

Samstarfs- og styrktaraðilar gera félaginu kleift að stunda krabbameinsrannsóknir, bjóða ókeypis stuðning og ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga, forvarnir og hagsmunagæslu fyrir þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Krabbameinsfélagið á ótalmarga góða að. Þar eru fremstir í flokki Velunnarar , mánaðarlegir styrktaraðilar félagsins, fólk og fyrirtæki sem styðja málstaðinn í Bleiku slaufunni og Mottumars, ásamt fjölda aðila sem leggur okkur lið með margvíslegum hætti allt árið um kring. Nýr liðsfélagi mun taka virkan þátt í Bleiku slaufunni og Mottumars ásamt fjölda spennandi verkefna eins og Styrkleikunum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í verkefnum sem miða að fjölgun samstarfs- og styrktaraðila
  • Mótun ferla fyrir skráningu í kerfum til að tryggja góða þjónustu og yfirsýn
  • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd viðburða
  • Umsjón með sjálfboðaliðum í tengslum við viðburði og fjáröflunarverkefni
  • Þátttaka í umsjón samfélagsmiðla
  • Samskipti við söluaðila og umsjón með dreifingu á vörum til söluaðila í átaksverkefnum.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjartað á réttum stað, sem vill gera gagn og vinna með úrvalsteymi með mikinn metnað, til árangurs í þágu samfélagsins. Við teljum mikilvægt að þú sért með:
  • háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • viðeigandi starfsreynslu þar sem reynt hefur á lipurð og færni í samskiptum í þjónustu og/eða sölustörfum
  • þekkingu á stjórnun viðskiptatengsla (CRM)
  • úrvals skipulagsfærni
  • mjög góða ritfærni á íslensku
  • frumkvæði til að móta ný verkefni
  • tæknilega fær og töluglögg/ur
  • Kostur ef þekking er á efnisgerð fyrir rafræna miðla, á auglýsingum á samfélagsmiðlum, fjáröflunarmálum og/eða viðburðastjórnun.


Umsóknir skal senda Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur fjáröflunar- og markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins á netfangið kolbrun@krabb.is fyrir 7. febrúar nk. Kolbrún Silja veitir einnig nánari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?