Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. sep. 2019

Karlarnir og kúlurnar í Mosfellsbæ

Tólf menn tóku þátt í golfmótinu Karlarnir og kúlurnar sem haldið var 12. september á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ.

Mennirnir fengu fyrst kennslu frá Jóni Karlssyni, PGA kennara, áður en þeir héldu út á völlinn og spiluðu þriggja manna Texas Scramble, alls níu holur. Guðmundur Kristinsson úr Stuðningsnetinu hélt stuttan fyrirlestur og sagði frá því hvernig það kom til að hann varð stuðningsfulltrúi og um hvað starfsemin snýst. Í lok dags fengu svo allir verðlaun.

Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Kraftur bjóða árlega upp á endurhæfingarverkefnið Karlarnir og kúlurnar en það miðar að því að veita körlum sem hafa verið greindir með krabbamein tækifæri til að efla sig og spila golf við félaga sem hafa svipaða reynslu. Á hverju ári er 12 mönnum boðið á mótið þeim að kostnaðarlausu. 

„Þarna mátti sjá mikil tilþrif og þvílíka spilamennsku og þrátt fyrir rigningaspá rættist ótrúlega úr veðrinu, einungis einn stuttur regnskúr sem var þó nokkuð hressandi,“ segir Auður Elísabet Jóhannsdóttir, ráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu, en hún stýrir verkefninu. „Það var virkileg ánægja með daginn og mikil gleði í hópnum.“

Krabbameinsfélagið þakkar Termu, aðalstyrktarfélaga verkefnisins, fyrir stuðninginn.

Hér að neðan má sjá úrslit mótsins. 

 

1.sæti: Daði, Svavar og Theodór.

2.sæti: Óskar, Gunnar og Kjartan.

3.sæti: Heiðar, Bjartur og Áki.

4.sæti: Guðmundur, Hlöðver og Helgi, afmælisbarn dagsins.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?