Ása Sigríður Þórisdóttir 12. mar. 2024

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni að senda flotta fulltrúa félagsins í íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu og á fjölfarna staði. Markmiðið er að kynna starfsemi Krabbameinsfélagsins með persónulegri nálgun og gefa fólki kost á að spyrja spurninga um fyrirkomulagið.

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á framlögum einstaklinga og fyrirtækja og því er stuðningur af þessu tagi afar mikilvægur í baráttunni gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið lætur sig allt varða þegar krabbamein eru annars vegar og sinnir öflugri hagsmunagæslu, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi, fræðslu og forvörnum. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land og er þátttaka þeirra í baráttunni gegn krabbameini því ómetanleg.

Takið endilega vel á móti fulltrúunum okkar ef þið rekist á þá á förnum vegi.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?