Jóhanna Eyrún Torfadóttir 2. okt. 2019

Forvarnardagurinn 2019 – leggjum grunninn að heilsusamlegu lífi

Unglingsárin eru mikilvægur tími í lífinu þar sem einstaklingurinn öðlast ákveðið sjálfstæði. Heilsusamlegur lífsstíll veitir öfluga forvörn gegn ýmsum sjúkdómum sem við getum fengið síðar á lífsleiðinni, eins og krabbameinum. Það er því til mikils að vinna að festa í sessi góðar venjur frá unga aldri svo sem að hreyfa sig daglega, borða ríflega af ávöxtum og grænmeti, halda sig frá tóbaki og passa að fá nægan svefn. Á þessu æviskeiði eru unglingar oft beittir miklum þrýstingi að prófa ýmis skaðleg efni en þessi tími er líka mikilvægur til að leggja grunninn að þeim venjum sem við setjum okkur og geta fylgt okkur út lífið.

Í dag, 2. október var haldið uppá Forvarnardaginn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins. Helstu málefni dagsins sneru að rafrettum, svefni og notkun orkudrykkja.

Rafrettur

Samkvæmt frétt frá Embætti landlæknis þá hafa um 10% nemenda í 9. bekk notað rafrettur 20 sinnum eða oftar og 18% nemenda í 10. bekk. Þetta skýtur ansi skökku við það sem óheimilt er að selja rafrettur eða rafrettuvökva til ungmenna 18 ára og yngri. Í framhaldsskólum segjast um 23% nemenda hafa notað rafrettur daglega undanfarna 30 daga. Rannsóknir sýna að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að byrja að reykja sígarettur en unglingar sem ekki nota rafrettur. Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir slíka þróun en eins og flestir vita þá veldur tóbaksnotkun miklum skaða í líkamanum og þar með hættu á ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameina og hjarta-og æðasjúkdóma.

Krabbameinsfélagið tekur því heilshugar undir tillögu landlæknis um að takmarka bragðefni og umbúðir á refrettuvökva sem höfðar sérstaklega til barna.

 Svefn

Í sömu frétt kemur fram að 42% unglinga í 9. bekk fá ekki nægan svefn og 54% unglinga í 10. bekk. Svefnleysi getur veikt ónæmiskerfið okkar og haft neikvæð áhrif á líkamsþyngd okkar svo dæmi séu tekin. Það er því til mikils að vinna að koma sér snemma upp venjum sem styðja við góðan nætursvefn.

Hér má finna nokkur hagnýt ráð til að bæta svefninn.

Lengi býr að fyrstu gerð

Nýtum okkur þá þekkingu sem til eru um forvarnir gegn krabbameinum og styðjum við heilsusamlegar venjur barna okkar. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?