Guðmundur Pálsson 3. okt. 2018

Rafrettur - að láta unglinga njóta vafans

Forvarnadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og er helgaður sérstaklega unglingum í 9. bekk. Embætti landlæknis stendur fyrir þessum degi í samstarfi við marga góða aðila og eitt af því sem er til umræðu í ár er aukin notkun unglinga á rafrettum. 

Meðan rökin fyrir notkun rafretta hafa verið þau að þær séu hjálpartæki til að hjálpa reykingafólki að hætta að reykja þá eiga slík rök ekki við um unglinga sem eru sjaldnast að nota rafrettur til að geta hætt sígarettureykingum. Þvert á móti hafa rannsóknir sýnt að unglingar sem nota rafrettur séu líklegri til að byrja að reykja sígarettur (JAMA,2017).

Ný lög um rafrettur þar sem segir að 18 ára og yngri mega ekki kaupa rafrettur og áfyllingar

Nýlega samþykkti Alþingi lög um rafrettur þar sem meðal annars segir að ekki eigi að leyfa sölu á rafrettum né áfyllingum til einstaklinga undir 18 ára aldri. Lögin taka gildi þann 1. mars 2019 næstkomandi.

Rannsóknir hafa sýnt að notkun rafretta geti minnkað getu ónæmiskerfisins til að vernda lungun og jafnvel að auknar líkur séu á bronkítis og astma-einkennum hjá unglingum sem nota rafrettur. Einnig er möguleiki á eitrunareinkennum af bragðefnum sem notuð eru í rafrettuvökvanum sem kemur til vegna aukins oxunarálags í lungunum, bólgum  og skemmdum á erfðaefni lungnafruma.  

Í nýlegri kanadískri rannsókn var barnalæknum sendur spurningalisti til að kanna hversu mörg slys hefðu orðið á börnum og unglingum í tengslum við rafrettur. Svör fengust frá 520 læknum þar sem greint var frá 135 tilvikum sem tengdust einkennum vegna innöndunar á gufu frá rafrettum. Algengast var að þetta ætti við um drengi á aldrinum 15 til 19 ára og einkennin voru ógleði/uppköst, hósti, erting í hálsi eða bráð níkótíneitrun. Flestir sem fengu þessi einkenni sögðust hafa notað rafrettur tvo til þrjá daga í viku.

Einnig kom fram í sömu rannsókn að í 85 tilvikum höfðu börn innbyrt rafrettuvökva. Algengast var að  um börn á aldrinum 1-4 ára væri að ræða, sem komust í vökvann heima hjá sér.

Fyrir utan ýmis einkenni frá lungum sem geta hlotist af notkun rafretta hjá börnum og unglingum, er ákveðin hætta á að viðkomandi leiðist út í reykingar á venjulegum sígarettum sem er stór áhættuþáttur margra tegunda krabbameina sem og hjarta- og æðasjúkdóma.

Þurfum við að bíða lengur?

Í framhaldi af fyrirspurn frá Krabbameinsfélagi Íslands birti Félag atvinnurekenda (FA) nýlega lista yfir innflytjendur og seljendur rafretta sem eru aðilar að FA. Samkvæmt könnun FA selja þessir aðilar, undantekningalaust, hvorki rafrettur né áfyllingar til einstaklinga undir 18 ára aldri.

Jafnvel þó að það líti út fyrir að heilsufarslegur skaði af notkun rafretta sé minni eða annar en af völdum tóbaksreykinga þá er enn alls óljóst hvort eða hver skaðinn er til lengri tíma.

Krabbameinsfélagið hvetur alla seljendur rafretta og áfyllinga eindregið til fylgja fordæmi aðildarfélaga Félags atvinnurekenda.

Leyfum börnum og unglingum að njóta vafans, þurfum við nokkuð að bíða eftir að lögin taki gildi?

Halla Þorvaldsdóttir
framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?