Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. okt. 2018

Áskorun send á heilbrigðisráðherra

Málþing um brjóstakrabbamein var haldið á dögunum þar sem skorað var á heilbrigðisráðherra að endurvekja vinnu við krabbameinsáætlun þegar í stað.

Málþing um brjóstakrabbamein frá skimun til endurhæfingar var haldið þriðjudaginn 16. október síðastliðinn undir yfirskriftinni: Doktor Google og Google Maps.

Málþingið var vel sótt, en að því stóðu Brjóstaheill – Samhjálp kvenna, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinfélagsins.

Krabbameinsáætlun og mikilvægi hennar var eitt þess sem nefnt var og vísað í nýútkomna grein í Lancet um krabbameinsáætlanir þar sem fram kom að árið 2012 var Ísland í hópi fimm Evrópulanda, án krabbameinsáætlana. Hin löndin voru Austurríki, Búlgaría, Lúxemburg og Slóvakía.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út leiðbeiningar árið 2002 um gerð krabbameinsáætlana, sem í stuttu máli eru áætlanir þjóðar eða ríkis um það hvernig vinna á að því að fækka nýgreiningum, draga úr dánartíðni vegna krabbameina og bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein.

Krabbameinsáætlanir hafa sannað gildi sitt í nágrannalöndum okkar.

Velferðarráðuneytið gaf út tillögur að krabbameinsáætlun til ársins 2020 í maí 2017 en af þeim hefur ekki spurst frekar síðan.

Málþingið skorar á heilbrigðisráðherra að endurvekja vinnu við krabbameinsáætlun með hagsmunaaðilum þegar í stað, með það að markmiði að ljúka vinnunni sem fyrst.

Hér má skrifa undir áskorun félagsins til yfirvalda um að gefa lýðheilsu meira vægi og efla forvarnir gegn krabbameinum og að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal almennings.

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?