Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. maí 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var haldinn í dag, laugardaginn 4. maí 2019, í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins þegar þrír nýir einstaklingar voru kjörnir í stjórnina. Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis), var kjörinn meðstjórnandi, og sem varamenn komu inn Hildur Björk Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og stofnandi Krafts, og Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Krabbameinsfélags Árnesinga. Endurkjörnir voru Valgerður Sigurðardóttir, formaður, Árni Einarsson og Sigríður Zoëga.

Fyrir voru í stjórn Þorsteinn Pálsson, varaformaður, Jón Þorláksson og Kristín Halldórsdóttir.

Í Heiðursráð komu inn tveir nýir meðlimir, Þórunn Rafnar, sem var fyrsti formaður Vísindaráðs KÍ og Sigrún Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður félagsins.

Ársskýrslu félagsins má finna hér og nánari upplýsingar og önnur fylgiskjöl á síðu aðalfundarins. 

Stjórn KÍ 2019

Frá vinstri, Þorsteinn Pálsson, Hildur Björk Hilmarsdóttir, Svanhildur Inga Ólafsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Zoëga, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Árni Einarsson, Valgerður Sigurðardóttir og Jón Þorláksson.

Í Heiðursráð tóku sæti Þórunn Rafnar og Sigrún Gunnarsdóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?