Guðmundur Pálsson 31. ágú. 2020

Að ná áttum

Margir greinast með krabbamein af ýmsum toga. Hvernig reiðir öllu þessu fólki af? Hver og einn á sína persónulegu sögu, sem er einstök. 

En margt er líka sameiginlegt. Hver er reynslusjóður fólks sem greinist með krabbamein? Hvernig hefur greiningin farið fram og hvernig hefur meðferðin gengið? Hvað reyndist vel og hvað hefði mátt betur fara?

Hlutverk

Meginhlutverk Krabbameinsfélagsins er að stuðla að því að færri greinist með krabbamein sem hægt er að fyrirbyggja, að sem flestir læknist og að lífsgæði krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra séu sem mest. Mikilvægt er að fyrir liggi sem gleggst þekking á líðan fólks með krabbamein svo unnt sé að beina kröftum að þeim þáttum þar sem aðgerða er þörf.

Sagan

Árið 1974 sýndu rannsóknir að allt að helmingur 16 ára barna reykti daglega. Félagið brást við með öflugu fræðslustarfi í grunnskólum landsins. Félagið hafði líka frumkvæði að skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini eftir að rannsóknir höfðu bent til að hægt væri að greina þessi mein á frumstigum. Til að sinna óskum sjúklinga og aðstandenda um umönnun á heimilum stofnaði félagið Heimahlynningu. Einnig hafði Krabbameinsfélagið frumkvæði að skipulagðri skráningu krabbameina og til að ná því markmiði stofnaði félagið Krabbameinsskrá. Við mörgum þessara verkefna hefur heilbrigðisþjónustan tekið eða gert samninga við félagið um að sinna starfseminni áfram í umboði stjórnvalda.

Áttaviti Krabbameinsfélagsins

Til að fá sem gleggsta mynd af reynslu og upplifun þeirra sem greinast með krabbamein hefur Krabbameinsfélagið sent út boðsbréf til allra sem greindust með krabbamein á árunum 2015-2019. Svör eru að berast, en mikilvægt er að sem flestir svari til að fá sem raunsannasta mynd af stöðu mála. Hægt er að nálgast upplýsingar um rannsóknina á krabb.is/rannsokn og/eða hafa samband gegnum netpóst: attavitinn@krabb.is.

Ásgeir Helgason
Dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?