Sóley Jónsdóttir 24. okt. 2017

X-2017: Víðtæk sátt meðal flokkanna um að bæta aðstæður krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra

  • Krabbameinsfélagið

Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun sýndi að 80% landsmanna eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Í aðdraganda kosninga bauð Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess þeim flokkum sem bjóða fram til Alþingis að svara spurningum sem hvíla á  krabbameinssjúklingum og aðstandendum þeirra.

Allir flokkarnir nema Miðflokkurinn þáðu boð félagsins. Það er fagnaðarefni að viðhorf flokkanna til málaflokksins eru jákvæð og þverpólitísk sátt virðist vera um úrbætur í málum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. 

Fulltrúar flokkanna lýstu allir áhuga á að fylgja eftir tillögum um íslenska krabbameinsáætlun til ársins 2020, sem gefnar voru út í vor.  Í tillögunum er meðal annars kveðið á um að framboð á krabbameinslyfjum á Íslandi skuli vera sambærilegt við það sem gerist á Norðurlöndunum. Flestir voru sammála um að stefnt skyldi að því og að markmiðinu yrði helst náð með samvinnu við önnur lönd í innkaupum til að ná lyfjakostnaði niður. Meirihluti vildi að greiðsluþátttaka minnkaði verulega og/eða yrði afnumin við meðferð langvinnra sjúkdóma á borð við krabbamein. Skilningur á mikilvægi skimunar fyrir krabbameinum á faglegum forsendum var góður og flestir lýstu vilja til að slík skimun væri öllum aðgengileg án þess að kostnaður væri fyrirstaða. Almennur stuðningur var við niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og tannlækningum í tengslum við krabbameinsmeðferð. Þegar kom að umræðu um ferðakostnað aðstandenda vegna krabbameinsmeðferðar var almenn sátt um mikilvægi þess að bregðast við, til að jafna aðstöðu fólks. 

Spurningarnar sem lagðar voru fyrir fulltrúa flokkanna má sjá neðar hér á síðunni.

Stikla (1:43)

https://www.youtube.com/watch?v=Pgo5wCWjUos

Stytt útgáfa (9:16) 

https://www.youtube.com/watch?v=QgkGJIZEnl8

Heildarútgáfa (24:27) 

https://www.youtube.com/watch?v=V59QXImepH0

Í myndböndunum koma fram:

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki
Guðlaug Kristjánsdóttir, Bjartri framtíð
Gylfi Ólafsson, Viðreisn
Halldóra Mogensen, Pírötum
Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins
Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu – jafnaðarmannaflokki Íslands
Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstrihreyfingunni grænu framboði
Vésteinn Valgarðsson, Alþýðufylkingu
Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki 

Miðflokkurinn svaraði ekki erindi félagsins.


Spurningarnar voru eftirfarandi: 

1) Í vor gaf velferðarráðuneytið út skýrslu ráðgjafarhóps með tilögu að íslenskri krabbameinsáætlun til ársins 2020, þar sem m.a. er kveðið á um að framboð nýrra krabbmeinslyfja verði sambærilegt við önnur Norðurlönd. Hvernig mun flokkurinn útfæra tillögurnar? 

2) Fyrir liggur að krabbameinum mun fjölga verulega á næstu árum og mikilvægt er að beita öllum ráðum til að fyrirbyggja eða greina krabbamein á byrjunarstigi. Styður flokkurinn að skimun eftir krabbameinum verði gjaldfrjáls og þá hvenær? 

3) Þak á greiðsluþátttöku sjúklinga var lækkað nýverið en engu að síður standa Íslendingar ekki jafnfætis nágrannaþjóðunum, þar sem kostnaður fólks í krabbameinsmeðferð er nánast enginn. Fjöldi nauðsynlegra lyfja í krabbameinsmeðferð (til að mynda sýkla-, sveppa-, svefn-, geð- og hægðalyf) falla ekki undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og viðbótarkostnaður fólks vegna þeirra í tengslum við krabbameinsmeðferð getur verið verulegur.

Ákveðin heilbrigðisþjónusta eins og sálfræðiþjónusta og tannlækningar fellur ekki undir greiðsluþátttökuþakið og getur því einnig leitt til mikils viðbótarkostnaðar. Styður flokkurinn að a) greiðsluþátttökuþakið nái til fleiri þátta og að b) greiðsluþátttaka sjúklinga verði afnumin eða lækkuð á næstunni? 

4) Krabbameinsmeðferð er afar krefjandi og sjúklingum er eindregið ráðlagt að hafa aðstandanda sér til halds og trausts. Margir verða að leita meðferðar langt frá heimilum sínum með tilheyrandi viðbótarkostnaði vegna ferðakostnaðar aðstandenda. Í dag veitir hið opinbera enga ívilnun vegna þess kostnaðar. Styður flokkurinn að hið opinbera taki upp styrki/endurgreiðslur vegna ferðakostnaðar aðstandenda fólks í krabbameinsmeðferð? 

Nánari upplýsingar veitir: 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands í síma 859 4009 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?