Sigurlaug Gissurardóttir 16. des. 2015

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins stofnaður

  • Jakob Jóhannsson læknir og fyrrv. formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, Illugi Gunnarsson fyrrv. menntamálaráðherra, Ragnheiður Haraldsdóttir fyrrv. forstjóri Krabbameinsfélagsins og frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 með rúmlega 250 milljóna króna stofnfé. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Nánari upplýsingar um sjóðinn og stjórn hans eru hér að neðan.

Um 160 milljónir króna af stofnfé sjóðsins eru framlög sem Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess leggja til, en þar á meðal er hluti af söfnunarfé Krabbameinsfélagsins síðustu. Um 90 milljónir króna af stofnfé sjóðsins koma hins vegar úr tveimur eldri sjóðum sem hafa verið í vörslu Krabbameinsfélagsins en renna nú inn í hinn nýja vísindasjóð. Þetta eru sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson.

Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar vísindarannsóknir á  krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í ljósi þess að hluti stofnframlags kemur úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram í stofnskrá hins nýja sjóðs að hann muni styrkja rannsóknir á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands minningargjafir, erfðagjafir og söfnunarfé auk áheita og annarra gjafa og framlaga.  Fyrirtæki og einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, fagnar þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins.  „Ég vænti þess að það myndarlega stofnframlag sem sjóðnum er lagt til og sá vandaði rammi sem honum er búinn verði til þess að sem flestir leggi þessu mikilvæga málefni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi,“ segir Ragnheiður.  Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, segir stofnun sjóðsins merkan áfanga sem náðst hafi fyrir tilstilli margra. „Tilkoma Vísindasjóðs felur í sér ný og þýðingarmikil tækifæri fyrir íslenska vísindamenn og mun hafa jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu um ókomin ár,“ segir Jakob.

Stefán Eiríksson lögfræðingur er formaður stjórnar vísindasjóðsins en hún er tilnefnd af stjórn Krabbameinsfélags Íslands.  Stjórn sjóðsins mun auglýsa eftir umsóknum og annast styrkveitingar úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins sem mun leggja mat á umsóknirnar. Miðað er við að auglýsingar um styrkveitingar verði birtar í febrúar ár hvert og að úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun maí.

Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands

Aðalmenn:

  • Stefán Eiríksson, formaður, sviðsstjóri verferðarsviðs Reykjavíkurborgar
  • Sigríður Gunnarsdóttir, varaformaður, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis
  • Hermann Eyjólfsson, fjármálaráðgjafi
  • Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
  • Magnús Pétursson, fv. ríkissáttasemjari
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Varamenn:

  • Anna Kristín Jónsdóttir, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu
  • Árni Þór Árnason, fv. forstjóri Austurbakka
  • Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfr. Heilbrigðisstofnun Vesturlands
  • Sigurður B. Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri VÍB hf.

Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?