Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Velunnarar Krabbameinsfélagsins styðja við mikilvæga þjónustu um land allt

Velunnarar Krabbameinsfélagsins taka þátt í baráttunni gegn krabbameini með mánaðarlegum framlögum og styrkja meðal annars fjölbreyttar rannsóknir. 

Auk þess styrkja Velunnarar fræðslu og forvarnir, endurgjaldslausa ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. 

Stuðningur Velunnara hefur einnig gert það að verkum að nú getur Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins verið með starfmenn á fjórum stöðum á landsbyggðinni á Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum auk þjónustuskrifstofa. 

Velunnarar styðja einnig við ýmsa starfsemi aðildarfélaganna á landsbyggðinni - hér eru nokkur dæmi um verkefni sem njóta stuðnings í ár: 

  • Iðjuþjálfi hjá Krabbameinsfélaginu í Skagafirði 
  • Viðtöl og sálgæsla hjúkrunarfræðings hjá Krabbameinsfélaginu á Suðurnesjum
  • Gerð fræðsluefnis um blöðru- hálskirtilskrabbamein hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins 
  • Námskeiðið Fjölskyldusamvera fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-15 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga náinn aðstandanda með krabbamein eða hafa misst náinn aðstandanda úr krabbameini hjá Krabbameinsfélagið Akureyrar og nágrennis 
  • Heilsuefling með golfnámskeiði í samstarfi við Golfklúbbinn á Selfossi hjá Krabbameinsfélagið Árnessýslu. 
  • Jóganámskeið fyrir krabbameinsgreinda hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu. 
  • Núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu, orkuleysi og verki hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. 
  • Ýmis fræðsla og fyrirlestrar á vegum Krabbameinsfélagsins á Suðurnesjum. 
  • Hvíldarhelgi á Eiðum fyrir krabbameinsgreinda. 
  • Heimasíðugerð hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon og Krabbameinsfélagi Árnessýslu. 
  • 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna. 
  • Starfsmaður hjá stuðningsfélaginu Framför til að efla tengsl við karla sem greinst hafa með blöðruhálskrabbamein og gerð fræðsluefnis.

    Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.

Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?