Ása Sigríður Þórisdóttir 24. sep. 2020

„Ég get“ er mikilvægasta hugsunin

Blað Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021 er komið út með fjölbreyttu og áhugaverðu efni. 

Í blaðinu er að finna viðtöl við Hilmar Snæ Örvarsson, ólympíufara, Sigríði Thorlacius, söngkonu og Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Landspítalans og formann Krabbameinsfélagsins. Auk þess er í blaðinu fjöldi greina og upplýsinga um starf félagsins.

„Hver og einn á sér sögu, en ég verð að viðurkenna að sögur þeirra Hilmars, Sigríðar og Valgerðar eru alveg hreint magnaðar. Þau eru frábærar fyrirmyndir, hvert á sínu sviði og félagið er þeim þakklátt fyrir að deila reynslu sinni með lesendum. Öll þekkjum við einhvern sem hefur fengið krabbamein og í blaðinu eru einnig áhugaverðar upplýsingar um rannsóknir, starfsemi félagsins og ýmislegt annað sem tengist á einn eða annan hátt krabbameinum. Ég hvet alla til að lesa blaðið,“ segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, ritstjóri blaðsins og kynningarstjóri félagsins.

Blaðið má nálgast rafrænt hér, en einnig mun það liggja frammi í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.

 


https://youtu.be/4CK8Co0ty6k

Efnisyfirlit:

 


Fleiri nýjar fréttir

30. jún. 2022 : Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Lesa meira

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?