Ása Sigríður Þórisdóttir 24. sep. 2020

„Ég get“ er mikilvægasta hugsunin

Blað Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021 er komið út með fjölbreyttu og áhugaverðu efni. 

Í blaðinu er að finna viðtöl við Hilmar Snæ Örvarsson, ólympíufara, Sigríði Thorlacius, söngkonu og Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar Landspítalans og formann Krabbameinsfélagsins. Auk þess er í blaðinu fjöldi greina og upplýsinga um starf félagsins.

„Hver og einn á sér sögu, en ég verð að viðurkenna að sögur þeirra Hilmars, Sigríðar og Valgerðar eru alveg hreint magnaðar. Þau eru frábærar fyrirmyndir, hvert á sínu sviði og félagið er þeim þakklátt fyrir að deila reynslu sinni með lesendum. Öll þekkjum við einhvern sem hefur fengið krabbamein og í blaðinu eru einnig áhugaverðar upplýsingar um rannsóknir, starfsemi félagsins og ýmislegt annað sem tengist á einn eða annan hátt krabbameinum. Ég hvet alla til að lesa blaðið,“ segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, ritstjóri blaðsins og kynningarstjóri félagsins.

Blaðið má nálgast rafrænt hér, en einnig mun það liggja frammi í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.

 


https://youtu.be/4CK8Co0ty6k

Efnisyfirlit:

 


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?