Guðmundur Pálsson 14. des. 2018

Vegna Nóbels­verð­launa í lækna­vísindum: Er öll sagan sögð?

  • Ljósmynd: af vef CNBC 14.12.2018

Afar ánægjulegar fréttir bárust nýverið af því að Nóbelsverðlaunin í læknavísindum hefðu verið veitt James P. All­i­son og Tasuku Honjo vegna uppgötvana á gildi ónæmismeðferðar við krabbameinum. Sjálfir hafa þeir sagt að þeir telji að framfarir í meðferð krabbameina verði svo hraðar að árið 2030 verði krabbamein fyrst og fremst krónískir sjúkdómar.

Við vitum að framfarir hafa verið verulegar í greiningu og meðferð krabbameina en verði sýn þeirra Allison og Honjo að veruleika getum við í raun talað um byltingu í meðferð við krabbameinum og það afar jákvæða byltingu.

Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð. Krabbameinum mun fjölga í framtíðinni samhliða því að fólk lifir almennt lengur. Fleiri og fleiri munu því geta notið góðs af bættri meðferð, læknast eða lifað með krónískan sjúkdóm. Í því samhengi þarf hins vegar að huga að mörgu til að tryggja sem best lífsgæði fólks og þar má hvergi slaka á. Tryggja þarf leiðir til að hjálpa fólki að takast á við aukaverkanir sem geta fylgt meðferð og úrræði sem hafa að markmiði að tryggja sem best lífsgæði. Þar spilar aðgengi fólks að viðeigandi endurhæfingu á hverjum tíma mjög stórt hlutverk.

Við blasa miklar breytingar í framtíð sem er ekki langt undan. Við þurfum að vera reiðubúin til að takast á við þær breytingar og þar skipta áætlanir öllu máli. Brýnt er að koma upp íslenskri krabbameinsáætlun en Ísland er eitt af örfáum löndum í Evrópu án slíkrar áætlunar. Mikil vinna hefur verið unnin nú þegar og velferðarráðuneytið gaf meira að segja út tillögur að krabbameinsáætlun til ársins 2020 í fyrravor. Vinnunni hefur hins vegar ekki verið lokið og krabbameinsáætlun ekki samþykkt. 

Nú er mál að bretta upp ermar og láta verkin tala. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?