Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. okt. 2020

Upplýsingagjöf til kvenna í kjölfar skimana

Komi fram afbrigðilegar niðurstöður úr skimun fer af stað ákveðið ferli þar sem ítrekað er reynt er að koma upplýsingum til viðeigandi kvenna. 

Skimun fyrir krabbameinum er lýðgrunduð rannsókn á heilbrigðum konum, sem ætlað er að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum krabbameina.

Konum er boðin skimun með reglubundnum hætti, bréflega og rafrænt á island.is. Reynt er að haga kynningarstarfi þannig að þátttaka sé sem mest, þó þannig að upplýsingar um ávinning og áhættu séu til staðar. Konur velja sjálfar hvort þær nýta sér boð í skimun eða ekki.

Heilbrigðisyfirvöld hafa falið Leitarstöð Krabbameinsfélagsins að sinna skimuninni og starfið byggir á kröfulýsingu og þjónustusamningi. Þar kemur fram að upplýsa beri konur um afbrigðilegar niðurstöður en ekki eðlilegar niðurstöður.

Almennt gilti að konur fengu upplýsingar um afbrigðilegar niðurstöður úr leghálsskimun bréfleiðis. Þar komu fram upplýsingar um frekara eftirlit eða viðbrögð eftir atvikum. Frá febrúar 2020 eru svarbréf send rafrænt inn á mínar síður island.is, óháð niðurstöðunni. Frá árinu 2018 hefur skimunarsaga kvenna frá árinu 2006 verið aðgengileg á mínum síðum island.is . Þar geta konur flett upp hvenær þær fengu boð í skimun og hvenær og hvar þær mættu. Aðgangur á island.is er háður því að konur hafi rafræn skilríki eða íslykil. Hvort tveggja, rafræn svarbréf og skimunarsaga kvenna er aukin þjónusta Leitarstöðvarinnar við konur og er hún umfram það sem samningur Sjúkratrygginga við Leitarstöðina gerir ráð fyrir.

Tilkynningar og ítrekanir til kvenna

Mikið er lagt upp úr því að ná til kvenna en það tekst ekki í öllum tilvikum. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, til dæmis þær að konur hafi flutt erlendis. Í þeim tilvikum má sem betur fer oftast nær gera ráð fyrir að konur falli inn í lýðgrunduð skimunarprógrömm hvers lands.

Þær konur sem hafa fengið bréf um að niðurstöður skimunar kalli á frekara eftirlit fá send áminningarbréf í pósti um að bóka sér tíma, þremur vikum fyrir ráðlagt eftirlit. Þær sem hafa ekki mætt í eftirlit þremur mánuðum eftir ráðlagt eftirlit fá sent ítrekunarbréf um að panta sér tíma. Þær konur sem hafa ekki mætt í eftirlit átta mánuðum eftir ráðlagt eftirlit fá sent lokabréf (að teknu tilliti til ákveðinna þátta svo sem þungunar og flutnings lögheimilis erlendis) og sinni þær ekki eftirliti í kjölfar tveggja slíkra bréfa fá þær aftur send reglubundin boð í skimun.

Þegar konum er ráðlagt að panta sér tíma í leghálsspeglun eftir leghálsskimun fara þær á eftirlitslista þremur mánuðum eftir skimunina ef þær hafa ekki þegar bókað sér tíma. Haft er samband við kvensjúkdómalækna þeirra kvenna sem hafa farið í skimun hjá þeim en ekki enn farið í speglun. Í flestum tilvikum hefur viðkomandi læknir samband við konuna en í sumum tilfellum deildarstjóri Leitarstöðvar.

Deildarstjóri hringir í aðrar konur og bókar í speglun þegar í þær næst.

Ef ekki hefur náðst í konur í 6 mánuði fá þær sent ábyrgðarbréf heim.

Konur eru á þessum lista þar til náðst hefur í þær og niðurstaða speglunar hefur verið skráð. Ef upplýsingar fást um að speglun hafi verið framkvæmd erlendis er það einnig skráð í gögn Leitarstöðvar. Í slíkum tilfellum fær kona sent almennt boð ef hún flytur aftur til landsins.

Árangur af bréfasendingum og símhringingum er háður því að konur séu með skráð rétt heimilisfang og síma. 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?