Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. feb. 2019

Unnu bíl í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir á Selfossi er heppinn greiðandi miða í jólahappdrætti Krabbameins­félagsins 2018. Hún fékk nýlega afhentan nýjan sjálfskiptan Peugeot 3008 Allure, að andvirði um 4,5 milljóna króna. Þetta var einn af 286 skattfrjálsum vinningum í happdrættinu. 

„Þetta er í fyrsta sinn sem við eignumst nýjan bíl og maður á ekki orð yfir það hvað maður er heppinn. Það rignir hreinlega yfir mann hamingjuóskum,“ segir Sonja um vinninginn og bætir við að hún hafi átt erfitt með að trúa því að hún hafi unnið þegar hringt var í hana: „Við leigðum einmitt svona bíl þegar við vorum á ferðalagi í útlöndum síðasta sumar og höfðum oft á orði í ferðinni hvað við værum hrifin af honum.“

Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sem sér um happdrættið, segir að greiðendur miða á Suðurlandi hafi verið mjög heppnir í útdrættinum, en þeir voru um fjórðungur vinningshafa.

Tekjum af happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur fyrst og fremst verið varið til fræðslu um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfu fræðslurita og stuðnings við krabbameinssjúklinga. Stuðningur við happdrættið hefur gert félaginu kleift að halda uppi öflugu fræðslustarfi í þágu þjóðarinnar. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með framkvæmd og rekstri happ­drættis Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið vill þakka landsmönnum fyrir góðan stuðning í jólahappdrættinu, óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju með vinningana og starfsfólki bílaumboðins Brimborgar fyrir sérlega gott samstarf.

Við afhendingu vinningsins. Á myndinni eru frá hægri, Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Benný Ósk Harðardóttir sölustjóri hjá Brimborg, vinningshafinn Sonja Eyfjörð Skjaldardóttir og eiginmaður hennar Matthías Bjarnason. 

 


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?