Guðlaug B. Guðjónsdóttir Krabbameinsf. höfuðb.sv. 24. feb. 2017

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur alla tíð barist fyrir takmörkunum á tóbaksneyslu til að koma í veg fyrir margvíslegt heilsutjón af völdum hennar.

Tóbak (reyktóbak, reyklaust tóbak, rafrettur) er mjög ávanabindandi og rannsóknir benda til þess að fikt með tóbak þróist oft út í daglega notkun þess, ekki síst meðal unga fólksins. Krabbameinsfélag Reykjavíkur fagnar frumvarpinu en finnst mjög miður ef það tekur ekki á öllum rafrettureykingum, þ.e. líka rafrettum sem innihalda ekki nikótín. Þó nikótínið sé það sem er ávanabindandi getur verið stutt lína frá því að nota rafrettur án nikótíns yfir í það að nota rafrettur með nikótíni og svo þaðan í sígarettureykingar. Til að verja börn og ungmenni er þetta mjög mikilvægt. Sala á rafrettum án nikótíns á að falla undir sömu reglur um sölu, markaðssetningu og takmarkanir og gilda um tóbak og að sama skapi undir allt það eftirlit sem lagt er til í frumvarpinu. Einnig leggjum við til að bannað verði að flytja inn vökva (með eða án nikótíns) með bragðefnum. Mikilvægt er að allt sé gert sem unnt er til að koma í veg fyrir „tóbaksfrumraun” með því að gera vöruna óaðlaðandi og erfitt að nálgast hana.  

Krabbameinsfélag Reykjavíkur hvetur því eindregið til þess að breytingar verði gerðar á frumvarpinu þannig að það taki líka á rafrettum án nikótíns. Jafnframt hvetur félagið ráðherra til enn frekari aðgerða í þágu tóbaksvarna á Íslandi þannig að við getum tekið næstu skref á því sviði. 

Meðfylgjandi eru tvær ályktanir sem varða rafrettur.

Virðingarfyllst,
Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Guðlaug B. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Ályktun um tóbaksvarnir samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands 10. maí 2014. Flutt af stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur

 Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands, haldinn 10. maí 2014, hvetur stjórnvöld til að breyta tóbaksvarnalögum og reglugerðum þegar í stað þannig að notkun, sala og markaðssetning á raf-sígarettum (e-sígarettum) falli á sama hátt undir lögin og annar tóbaksvarningur.

Ályktun samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, 14. mars 2016

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn 14. mars 2016, skorar á yfirvöld að setja sem allra fyrst í lög og reglugerðir ákvæði um sölu og notkun rafretta. Rafrettur geta verið hjálpartæki fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að hætta að reykja, en sala á þeim og notkun þarf að falla undir tóbaksvarnalög, þar sem m.a. verði kveðið á um hvar megi nota þær og setja þarf aldursmörk varðandi kaup. Innihalds- og aðvörunarmerkingar þurfa að vera skýrar og bannað að setja í þær bragðefni sem ýta undir neyslu.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?