Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri KÍ 31. maí 2016

Umbúðir á sígarettum sem fæla frá sér

Höfundur: Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins

Á hverjum einasta degi bætast um tveir táningar í hóp reykingamanna hér á landi og gróflega áætlað reykja daglega um 3.000 einstaklingar sem eru á grunn- og framhaldsskólaaldri. Miðað við fjölda barna sem reykir þá erum við ekki að standa okkur í að halda sígarettum frá börnunum. Við þurfum að gera betur.

Um 90% þeirra sem reykja byrjuðu fyrir tvítugt, þ.e. á táningsaldri. Heili táninga er enn að taka út þroska og því viðkvæmari fyrir áhrifum sígaretta. Táningar eru þannig líklegri til að verða háðir sígarettum en fólk sem byrjar að fikta eftir tvítugt. Því er gríðarlega mikill ávinningur að finna nýjar leiðir til að koma í veg fyrir að táningar byrji að fikta við þessa skaðlegu vöru sem tekur líf um helming þeirra sem hennar neyta.

Það eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að unglingar ánetjist sígarettum. Ein þeirra er að selja sígarettur í einsleitum umbúðum, sem verið er að innleiða á Norðurlöndunum. Einsleitar umbúðir felast í því að vörumerki framleiðanda verði afmáð af pakkningum tóbaks og þær hafðar í einum lit og letur staðlað. Rannsóknir sýna að einsleitar umbúðir eru fráhrindandi í augum unglinga og að þeir kaupi síður sígarettur í einsleitum umbúðum. Norrænu krabbameinsfélögin hafa á Alþjóðadegi gegn tóbaki 2016 gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að einsleitar umbúðir séu mikilvægt skref sem færir okkur nær tóbakslausum Norðurlöndum.

Í sígarettureyk eru um 70 krabbameinsvaldandi efni sem berast um allan líkama þess sem andar reyknum að sér. Nú hefur verið sýnt fram á að reykingar eru orsök 17 tegunda krabbameina. Auk þess margfalda reykingar líkur á hjartaáföllum og langvinnum lungnasjúkdómum ásamt því flýta fyrir almennri hrörnun.

TAKTU PRÓFIÐ! HVAÐ VEIST ÞÚ UM SÍGARETTUREYKINGAR?

Einsleitar umbúðir eru því afar mikilvægt skref til að minnka líkur á að táningar ánetjist sígarettum og færa okkur nær tóbakslausu Íslandi.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?