Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2022

Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Salan á Bleiku slaufunni hefst á Opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem verður fimmtudaginn 29. september í Háskólabíói og er sala á viðburðinn hafin.

Á opnunarviðburðinum verður sérstök forsýning á kvikmyndinni „Mrs. Harris goes to Paris":
,,Mrs. Harris goes to Paris“

Húsið opnar kl. 19:00 með bleikri stemmingu í andyri þar sem samstarfsaðilar kynna og selja bleikar vörur til styrktar átakinu. Klukkan 20:00 er stutt opnunar- og kynningardagskrá átaksins auk þess sem auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Aðgangseyrir er kr. 4.500. Innifalið er miði á sýninguna og Bleika slaufan 2022.

Fjölmörg fyrirtæki hafa þegar skráð sig sem samstarfsaðila Bleiku slaufunnar og verður hægt að nálgast allar upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem þeir bjóða á bleikaslaufan.is á allra næstu dögum.

Bleiki dagurinn verður föstudaginn 14. október og hvetjum við alla til að byrja að huga að því að undirbúa eitthvað skemmtilegt í tilefni Bleika dagsins.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?